Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Síða 56
50
Vatnsenda stendur undir. Eru þeir grasivaxnir
og kjarri og einkar hlýlegir og fallegir.
Þesai fyrirætlun kvisaðist; út og vildu fleiri
fá að vera með. Var þá samþykkt, að hverjum,
sem að þessu kæmist, og óskaði að fá að vera
með, skyldi það heimilt. Voru þrír dagar til
stefnu, og þv! ekki talið sennilegt að ’margir
kæmu. Niðurstaðan varð þó sú, að 33 urðu með
í ferðinni. Var þeim öllumi tekið með mikilli
gleði. En verst þótti okkur unglingunumi, þegar
prestur utan af landi, sem, við höfðum aldrei
fyrri séð, spurðí hvort hann mætti vera með.
Setti það kvíða í suma, en var þó leyft gegn
því, að hann. lofaði að hafa hugleiðingu um rétt-
lætingu og frelsi. Gengu báðir aðilar inn á setta
skilmála, og hefir hvorugan: iorað síðan.
Föstudaginn 31. júlí var byrjað aö flytja far-
angur og útbúnað þátttakenda. Var hægt að
aka honum upp að fjárhúsunum, en þaðan varð
að bera. hann alllanga leið ýfir ásinn. Verst var
þó, að ekkert vatn. var nærri. Varð að flytja
það í fjórum, 50 lítra mjólkurbrúsum frá Reykja-
vík, og bera síðan brúsana yfir ásinn. Var það
' gert með mikiili gleði og fannst engum að erfið-
ið borgaði sig ekki. Seinna, varð að sækja vatn
í brúsana yfir ásinn og alla leið niður í Elliða-
vatn! Og þótti ekki mikið!
Föstudagskvöldið voru; 12 tjöld reist; í hvamm-
inum þar sem, mótið skyldi haldið. Stóðu þau