Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 60
54
19S7.
Annaö mótið var haldið á, aama stað dagana
3.—5. júlí 1937. Ekki var heldur til þess boðið
opinberlega, en hins vegar öllum, heimil þátt-
taka, sem þess æsktu. Urðlu þátttakendur 74.
1 þetta skipti var úrhellis rigning allan tímann,
og vór höfðum ekkert samkomutj ald. Var þá
það ráð tekið að tjald,a; tveim tjöldum hvoru
gegnt öðru og nota það fyrir samkomusal. Geta
má nærri hversu þröngt var setið, er 74 urðu
að hafast við í þessum tjöldum. Þó var gleðin
yfir samverunni svo mikil, að í 3 tíma sátum
vér hreyfingarlaus í sömu stellingum, meðan á
samkomu stóð.
Eins og fyrra árið varð að bera allt vatn og
allani farangur og útbúnað þátttakenda yfir ás-
inn. Og allt var það gert með mikilli ánægju
af þátttakendum. Þurfti ekki að borga einn
eyri í vinnulaun við þetta, mót.
Á þessu móti kom það fyrst. til tals, að næsta
sumar skyldi haldið opinbert mót, sem öllum:
yrði boðin þátttaka í. Var þegar tilnefnidur stað-
ur, Hraungeröi, því séra Sigurður Páisson, sókn-
arprestur þar, og kona hans, voru meðal þátt-
takenda í móti þessu. Var það mál strax auð-
sótt, og vakti gleði allra.
Vér fengum, einnig að reyna á þessu móti að
blessun Drottins auðgar. Trúaðir styrktust í