Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Blaðsíða 61
55
Drottni og' nokkurir, sem ekki lifðu Kristi, fengu
liallið frá honum.
III.
HRAUNGERÐISMÓTIÐ.
Ég hefi nú lýst að nokkuru því, sem var und-
anfari hins svonefnda »Hraungerðismóts«.
Finnst mér rétt, að fram komi hið sanna sam-
hengi í gangi þes,sa máls, svo menn fái að sjá„
að þetta hefir vaxið upp hægt og ákveðið, eins
og fleira í Guðsríki.
Eftir þetta fyrrnefnda mót töluðumi vér oft
um mót á komanda sumri. Leizt sumum vel, en
aörir kviðu því, að hinn sanni samfélags og ein-
ingarandi trúaðra mundi ekki njóta sín á stóru
opinberu móti. Kynni jafnvel svo að fara, að
meiri hluti þátttakenda yrði andlega dauðir
menn. Væri þá betur heima setið, en af stað
farið. En þær raddir breyttust,, er framundan
sást möguleiki til að vinna þá, sem f jær standa,
til samfélags við Drottin Jesúm Krist.
I desemberblað Bjarma var svo rituð grein
um það, að æskilegt væri að slíkt mót yrði hald-
ið hér á landi. Var greininni ætlað að undirbúa
jarðveginn og fá að heyra hvernig slíku yrði
tekið. Er þar skemmst frá að segja, að upp-
ástungan vakti almenna gleði. Var svo tilkynnt
þegar í 1. janúar blaðinu 1938, að mót yrði hald-