Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 63
57
kirkjustétt. Fylgdi þeim undirbúningi mikil gleði.
Vér gengum til vina og kunningja og spurðum
hvort þeir ættu ekki einhverjar úrgangs »pjötl-
ur« síðan saumaður hefði verið kjóll, blússa eða
annað slíkt. Litur efnisins hafði ekkert aðsegja,
og ennþá síður stærð. Pjatla í vasaklútsstærð
væri vel þegin. Vitaskuld varð mörgum á að
spyrja hvað gera ætti við þessar rýj'ur. Jú, við
ætluðum að sauma úr því fána fyrir Hraun-
gerðismótið! Þá varð mörgum á að hrista höf-
uðið. En pjötlurnar fengum vér. Gatslitin pyls
og blússiur, afgang af skyrtum o. s. frv. Og svo
var tekið til óspiltra málanna, að sn,íða það sem
unnt var að nota. Og væri ein pjatla of lítil voru
tvær og þrjár auknar saman. Og fyrr en varði
vorum, vér búnir að fá hinar prýðilegustu fána-
lengjur. Og ég get ekki neitað því,, að mér varð
það oft á að brosa, þegar ég heyrði fólk dást
að fánaskrautinu í Hraungerði. Eg sá fyrir mér
efnin, s.em aht þetta skraut var saumað úr! En
þar sem vilji er til, er hægt að gera hið ótru-
legasta.
Þá var ekki síður erilsamt, að útvega, öll þau
tjöld sem vér þurftum. Vér snerum oss á ótrú-
legustu staði með bæn um að fá lánuð tjöld.
Jafnvel til Vestmannaeyja leituðum vér til þess
að fá lánuð tjöld. Og þau streymdu til vor. Fyrr
en varði höfðum vér fengið lánuð rúmlega sex-
tíu tjöld. Verst var með botna í þau. En einnig