Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Síða 64
58
úr því rætti,st. Eigandi prjónastofunnar »Hlín«
bauðst til að lána stóra poka utan af ullargarns-
sendingum.
Og svo var það með ma,tarsalinn. Hvar átti að
láta 260 manns borða og halda sig ef rigndi
mikið? Dag einn er auglýst í »Morgunblaðinu«
stórt veitingatjald til sölui. Vér snúum oss þang-
að. Jú, það er 300 rnanna tjald., stórt; og gott.
Verðið er 1000 krónur. Vér áttum 0,00 krónur
til að kaupa Jrað. E,n samt sem áður treystum
vér því að Guð hafi sent oss tjaldið. Og vér semj-
um um, kaup á því. Til þessa hefir Guð sent oss
n i gilegt, fé í afborganir. Nú eru, aðeins 400 kr.
eftir af 1000.
Tjaldið kom, í góðar þarfir.
En svo er það sjálfur undirbúningur á staðn-
um. Laugardaginn 12. júni fórum vér austur
nokkurir með hið nýja,, stóra tjald vort. Vér
reis-tum það á túninu í Hraungerði. Það var tign-
arlegt og líklegt til að koma í góðar þarfir. Jafn-
framt reistum vér annað allstórt, tjald á flöt-
unum, þar sem tjaldborgin skyldi standa. Átti
þar að vera hægt að fá keypt brauð og mjólk
meðan. á mótinu stæði.
16. júní fórum vér með tjöld austur. Ætl-
unin var að reisa tjaldbúðina þá um kvöldio
og daginn eftir. Tókst að reisa nokkur tjöld
þá um kvöldið. En vegna storms og hellirign-
ingar var ekki vært við að reisa fleiri. Var
«