Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 76
70
1 í álfum heims s,ú eining sterk
er andans sigurgjöf.
En vér héldum áfram að syngja. Yersið var
sungið aftur og aftur. Og eins og samkvæmt
skipun lagði aliur hópurinn af stað niður að
stóra tjaldinu. Hann gekk hægt og hátíð'lega
áfram og í kvoldkyrrðinni hljómaiði sálmurinn
á ný. Ég var hrifinn. Ég sá fyrir mér og skynj-
aði með hjartanu enn, stærri hóp, sem. í hátign-
arfullri ró gengur sem pílagrímahópur »fram
fram um víða veröld« og gistir loks Paradís.
Hin himneska Jerúsalem, hin endurleysta, er
takmark þeirra, sem trúa, og á vegferð sinni
syngja þeir sönginn. Og söngurinn er um lamb-
ið, ,sem keyjtti oss Guði til harida með blóði sínu,
og um Hann, sem á hásætinu situr, hann sem
er Alfa og Ómega og einum ber lofgjörð og
tign hjarta vors og lífs.
Þessi kyrrlati litli hópur talaði svo skýrt til
mín um þetta. Og þegar vér komum inn í tjald-
ið héldum vér áfram að syngja lofsöngva. Hver
söngurinn rak annan allt til miðnættis. Þá höfð-
um vér þögula bænastund, svo djúpa og kyrra
eins og samvera við Guð ein fær veitt.
»Þar er svo hljótt að hverfur tímans niður
Guðs hjarta heyrist slá v
í hjarta mínu þá
býr fró og friður«.
Sú bænasturjd styrkir hjarta mitt enn.