Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 77
71
Annað, sem mér fannst einkenna mótið var
hin ,sterka eining. Þar voru allir eitt. Og því
var ekki nema eðlilegt, aö sú tilfinning væri
aftur og aftur túlkuð með því að syngja söng-
inn: »Sterk eru anclans bönd«.
Hér var ekki tiginn eða aumui', fátækur eða
ríkur, gamall eða ungur, karl eða kona. Hér voru
allir eitt hjarta og ein sál, glaðir í Drottni.
Er ég að skruma þegar ég rita þetta? Nei,
sannarlega ekki. Ég veit það að »af Drottni er
þetta gert, og það er undursamlegt fyrir aug-
um vorum«. Hann einn gat tengt hjörtun svona
saman í sameiginlegri gleði yfir sameiginlegri
gjöf: Drottni Jesú Kristi. Og hér gæti ég sett
punkt, því sá sem hefir fengið að heyra það,
að vér glöddumst yfir svo dýrmætri gjöf, .hann
veit að öll samveran hefir verið fyllt heilagri
þakklætisi- og lofgerðartilfinning.
★
Einstakar stundir mqtsins. voru hátíðlegar.
Ögleymanleg er altarisgangan er 130 komu til
G’uðs borðs. Á sunnudeginum höfðu um 30 ver-
ið til altaris.
Ávallt var hlustað með athygli. Efnin voru
öll tekin úr postulegu trúarjátningunni, og voru
hvert öðru tímabærara. Því hvað er meira tíma-
bært æ og ætíð, en, boðskapurinn um, hjálpræði
hin,s þríeina Guðs?
Flestum mun hafa þótt mest til koma erind-