Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Blaðsíða 80
74
er, er .aðstaðan eríið kirkjunni, einkum vegna
borgarastyrjalðarinnar. Og jafnvel áður en
styrjöldin brauzt út voru margar kaþólskar
kirkjur og klaustur eyðilögð, og margir prest-
ar og munkar drepnir. Ef Franco sigrar batn-
ar sjálfsagt hagur kaþólsku kirkjunnar á ný á
Spáni.
1 Frakklandi hafa ríki og kirkja verið aðskil-
in í m'org ár, og kristindómsfræðsla er engin í
skólum. Sjálfsagt hefir kaþólskan mikið vald
meðal frönsku þjóðarinnar, einkanlega í sveit-
um. Síðustu áratugi hefir jafnvel verið talsverð
kristileg vakning í Frakklandi. Margir, sem
snúið höfðu baki við kirkjunni, sneru aftur til
hennar, og þar á meðal margir rithöfundar.
Þýzkaland, og síðar ennþá frekar Austurríki,
hafa valdið kirkjunni mestum sársauka. Hinn
voldugi miðflokkur, sem áður hafði áhrif á gang
stjórnmálanna, er nú liðinn undir lok. Kaþólska
kirkjan hefir engin áhrif lengur í þýzkum
stjórnmálum. Kirkjan er ekki einasta í varnar-
aðstöðu á öllum sviðum, heldur á hún blátt
áfram við ofsóknir að búa. Austurríki hefir lengi
verið sterkasta; vígi kaþólsku kirkjunnar. En. nú
á kirkjan þar við mikla erfiðleika að etja, síð-
an Hitler innhmaði landið í Þýzkala'nd, og vill
umfram allt kenna kirkjunni hlýðni. Auk þess
hafa margir í Austurríki gengið í mótmælenda-
kirkjuna.