Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 81
75
En, eins og áður er sagt, munum vér fyrst
og fremst kynna oss kirkjudeildir mótmælenda
í Evrópu.
2. FríTdrkjur.
1 Evrópu eru margar fríkirkjur. Vér eigum
ekki aðe'ns við sértrúarsöfnuði, meþódista, bap-
tista, aðventista o. s. frv., sem eru í öllum lönd-
um. Vér e'gum við evangeliskar fríkirkjur, sem
eru hrein lútherskar eða reformertar. Vér skul-
um nefna þær sameiginlega evangeliskar frí-
kirkjur. Þær eru í ýmsum löndum Evrópu. Jafn-
vel á Italíu eru rúmlega 200 þús. mótmælendur,
og skipulagðir evangeliskir söfnuðir, að mestu
leyti Valdensar. Á Spáni er evangeliskt trúboð,
og þar ei u ekki allfáir söfnuðir. Undanfarin ár
hafa þeir verið allvel liðinir í héruðum lýðveldis-
stjórnarinnar, cg róttækra flokka, sem ekki þola
vald kaþólsku kirkjunnar. 1 Frakklandi eru bæði
reformertar og lútherskar kirkjtuideildir. Þær
stækkuðu mjcg, er íilsass var sameinað Frakk-
landi. Vér getum jafnvel rætt um evangeliskar
þjóðkirkjur í Frakklandi. Þær hafa .jafnvel verið
nefndar 1. reformerta, og 2. lútherska ríkiskirkj-
an, þar eð þessar kirkjur hafa notið styrks, og
verið undir vernd og umsjá ríkisins, sem mínni-
hluta kirkjur. Skipulag þeirra hefir verið opin-
berlega viðurkennt. Evangeliskukirkjurnar hafa