Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 85
79
evangelisku kirknanna í Belgíu. Ríkið launar
prestana og leggur fram styrk til starfs kirkj-
unnar. En kirkjan hefir sjálfsforræði og hefir
vaxið mikið á síðustu árum.
3. Frjálsar þjóðildrkjur.
a) Skozka þjóðkdrkjan. Þess er áður getið,
að með réttu sé hægt að nefna evangelisku kirkj-
urnar í Frakklandi frjáisar þjóökirkjur. En
blómlegasta frjálsa þjóðkirkjan er þó í Skotlandi.
Árið 1843 kloínaði skozka; kirkjan, þar eð frí-
kirkja Skotlands reis upp, við hlið ríkiakirkj.-
unnar. Árið 1847 myndaðist ný fríkirkja »Sam-
einaða presbyterianska, kirkján«. Eftir miklar
samkomulagsumleitanir samein.uðust þessar
kirkjur árið 1900 í »Sameinaða fríkirkju Skot-
land.s«. En srnám saman fékk ríkiskirkjan s,vo
mikið sjálfsforræði gagnvart ríkisvaldinu, að
þessar tvær kirkjur, ríkiskirkjan og fríkirkjan,
g'átu farið að nálgast hvor aðra. Það urðu langar
samkomulagsumleitanir. En 1929 var málum svo
langt komið, að sameiningunni milli þessara 2ja
kirkjudeilda var fagnað með miklum hátíðahöld-
um í Edinborg. Hin mikla frjálsa þjóðkirkja var
orðin raunveruleiki. Hverjum einstökum söfn-
uði er stjórnað af »öldungaráði« og presti. Söfn-
uðurnir á vissu svæði senda, svo fulltrúa á þing,
sem nefnt er presbyterium, mætti kallast til
skilningsauka, umdæmisþing. Visst svæði þeirra