Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 86
80
mynda svo aftur synodu. Æðsta stjórn þjóðkirkj-
unnar er svo í höndum aðalsynodu (The General
Assembly). Söfnuðurnir kjósa fulltrúa þangað,
og eru fundirnir haldnir í maí ár hvert. Synodan
stjórnar kirkjunni, án nokkurra afskipta ríkis-
valdsins. Hún kýs forseta til eins árs í senn og
hefir auk þess lögfræðilegan ráðunaut. Aðal-
synodan hefir margar stjórnarskrifstofur.
Kirkjan vai’ð fjárhagslegá, óháð ríkinu árið 1925.
Geysilega miklir sjóðir kirkjunnar og eignir voru
fengnir kirkjunni til algerra umráða. Vér kynn-
umst því hér blómlegri frjálsri þjóðkirkju, sem
ekki hefir mætt neinum þeim erfiðleikum, sem
venjulega er spáð ao mæta myndi kirkjunni yrði
hún sjálfstæð.
b) / Hollandl er einnig frjáls þjóðkirkja. 1
borgunum eru margar fríkirkjur. En þjóðkirkja
Hollands er reformert. Skipulag kirkjunnar er
nokkuð sérstætt. Henni er stjórnað af synodu.
Synodan er ekki skipuð kosnum fulltrúum, held-
ur er það kirkiustjórn, skipuð af kirkjuyfirvöld-.
unum sjálfum. Ríki og kirkja eru óháð hvort
öðru. Og þó nýtur kirkjan verndar ríkisvalds-
ins. Kristindómsfræðsla er engin í skólum rík-
isins. En ríkið hefir leyft einkaskóla með krist-
indómsfræðslu, og þeir hafa dregið mjög frá
ríkisskólunum. Ríkið veitir þeim einnig f járhags-
styrk.
Rétttrúnaðar kalvinisminn í hollenzku kirkj-