Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 87
81
unni hefir ráðið hollenzkum stjórnmálum mikið.
1 Hollandi eru tvær lútherskar fríkirkju-
deildir.
c) / Letilandi er evangelisk-lúthersk þjóð-
kirkja. Skipulagsskrá sína fékk hún 1928. Um
57% íbúa landsins, tilheyra þessari kirkju. Aðrir
íbúar skiptast milli rómversk-kaþólskra og
ýmsra sértrúarflokka. Kirkjustjórnin er bisk-
upa- og synodustjórn. Kirkjuráðið er skipað 9
mönnum. Kirkjan ákveður sjálf skatta sína.
Ríkisstjórnin, sem var óvinveitt kirkjunni, tók
Ve hluta kirkjueignanna eignarnámi, án þess að
greiða nokkurn eyri. Þetta hefir mælzt mjög
illa fyrir alls staðar, og samþykkti ríkisvaldið því
stvrk til kirkjunnar. Kirkjan. hefir tekið að sér
að annast manntalið. Samstarf kaþólskra manna
og jafnaðarmanna í stjórnmálum, hefir valdiö
kirkjunni ýmsum erfiðieikum.
d) 1 Eistlandd er hagur cg fyrirkomulag kirkj-
uninar svipað, nema hve hún er fjöimennari
í hlutfalli við íbúatölu, 78,23%. Báðar þessar
kirkjudeildir hafa »postullegu keðjuna« í bisk-
upavígslu. Sóttu hana til Svíþjóðar, er Söder-
blom vái’ biskup.
e) 1 Þýzkalandi er allt á huldu með skipulag
kirkjunnar. Stjórnarbyltingin eftir heimsityrj-
öldina kom miklu losi á alla kirkjustjórn og fyr-
irkomulag, en skipulag og starf kirkjunnar var
orðið gott. Nú er ómögulegt að segja hvað ofan