Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 88
82
á verður. Málin svo flókin, að helzt þyrfti a5
skrifa sérstaka grein um kirkjumál Þýzkalands.
Vitað er að prestar og söfnuðir eiga í mjcg erf-
iðri deilu við ríkisvaldið um réttindi kirkjunnar.
4. Ríkiskirkjufyrirkormlag.
Ríkiskirkjui eru á öllum Norðurlöndum, en
með nokkuð mismunandi fyrirkomulagi.
1 Finnbandi hefir kirkjan fullt sjálfstæði í
öllum innri málum. Ríkisvaldið samþykkir að-
eins. Söfnuðirnir skipa presta sína. »Domkap-
itlet« tilnefnir þrjá menn og af þeim kýs söfn-
uðurinn eipn. Hver söfnuður hefir safnaðar-
fundi fyrir sig, kirkjuráð og kirkjufulltrúa,
valda af söfnuðinum. Finnsku kirkjunni er
stjórnað af kirkjuþinginu, sem er þannig skipað,
að þriðji hluti fulltrúanna eru prestar og tveir
þriðju leikmenn. Auk þess eiga 5 biskupar lands-
ins þar sæti . Ríkisstjórnin, háskólinn og tveir
æðstu dómstólar landsins hafa, rétt til að senda
fulltrúa, Kirkjuþingið semur lög varðandi kirkj-
una, og veröa þau a,ð staðfestast af ríkinu. Leita
verður álits kirkjuþingsins í öllum málum, sem
varða samband ríkis og kirkju. Ríkisvaldið hef-
ir aðeins ákvörðunarrétt í fjármálum og ytra
skipulagi. Ennfremur hefir verið komið með þá
tillögu að kirkjustjórnin skuli vera í höndum
nefndar, sem skipuð sé erkibiskupi og 5 öðrurn
mönnum, og sé e:nn þeiri'a æfður lögfræðingur,