Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 91
Stutt yfirlit
yfir kirkjulega viðburöi 1938.
Guðfrœðideild Háskólans.
Kennarar hennar eru nú séra Magnús Jón*-
son, prófe,ssor, séra Ásmunclur Guðmundsson,
prófessor, og' séra Sigurður Einarsson, dócent.
Séra Björn Magnússon, er gegndi dócentsstörf-
um á fyrri hluta ársins, hefur nú látið af þeim
og þjónar áfram prestakalli sínu í Borgarnesi.
Stúdentar í Guðfræðideild eru nú 18. 1 haust
hafa 6 þeirra innritazt. 31. janúar lauk Pétur
Ingjaldsson embættisprófi í guðfræði með I.
einkunn, 1052j3 stigs. — 30. maí luku sama prófi
þeir Guðm. Helgason, Hafnarfirði, með II. eink-
unn betri, 97 stigum, og Sigurbjörn Einarsson,
Reykjavík, með I. einkunn, 1252|3 stigs.
Prestkosningar.
Séra Hólmgrímur Jósefsson, settur prestur í
Skeggjastaða prestakalli, var kosinn prestur
safnaðarins. Séra Gísli Brynjólfsson var kosinn
prestur í Kirkjubæjarklaustri. Séra Pétur Tyrf-