Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 95
89
Prestafélagsdeildir.
Hallgrímsdeild hélt aðalfund á Akranesi 26.
og' 28. ág'úst. Þar var rætt um sjájfstæði kirkj-
un,nar og' tillögur samþykktar. 28. ágúst var
mess,að á öllum kirkjum utan Skarðsheiðar,
tveir prestar saman á hverjum stað. — Presta-
félag Vestfjarða hélt aðalfund að Suðureyri,
Súgandafirði 6.-7. tsept. Þar var rætt um for-
eldra og börn og erindi flutt. — Prestafélags-
deild Suðurlands hélt fund í Múlakoti í Fljóts-
hlíð.
Prestafélag lslands
•hélt aðalfund í Þrastalundi 29.—30. ágúst.
Formaður félagsins, Ásm. Guðmundsson, pró-
fessor, gaf skýrslu um störf stjórnar. Aðalmái
var >sjálfstæði kirkjunnar«, framsögumaður
séra Magnús Jónsson, prófessor. Nefnd var kos-
in til að taka málið til gagngerðrar meðferðar
og gera tillögur um það efni í samráði við kirkjm-
ráð og stjórn Prestafélags Islands. Erindi voru
fiutt.
Heimatrúboð leikmanna
hefur nú aðsetur sitt á Bergstaðastræti 12B
í Reykjavík. Húsið hefur fengið nafn og kall-
ast Zíon. Starfið fer fram með líkum hætti og
áður: prédikun Guðs Orðs. til vakningar og helg-
unar á grundvelli evangelisk-lútherskrar kirkju.