Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 96
90
Starfsemin varð 10 ára 1. nóvember, og var
þess minnzt með hátíðlegri samkomu. Þá stóð
yfir vakningavika (30. okt. — 6. nóvember).
Guð hefur blessað starfsemina með augljósum
árangri. Heimatrúboð leikma,nna gefur nú út
Kristilegt vikublað.
K. F. U. M. og K.
hafa starfað svipað og áður. Séra Friðrik Frið-
riksson framkvæmdastjóri K. F. U. M. og K.
í Reykjavík varð sjötugur 25. mai í vor, sem
leið. Streymdu þá til hans heillaóskir og hlýir
hugir hvaðanæva,, bæði innan lands og utan
lands frá. Hann hefur nú unnið að kristilegu
starfi meðal æskunnar frá því fyrir aldamót.
— K. F. U. M. í Reykjavík og í Hafnarfirði ráku
sumarstarf í sumarbúðum sínum í sumar með
sama, hætti og fyr. Voru fjórir flokkar í Vatna-
skógi, auk smáflokks, sem dvaldi þar í hléi milli
flokka. 1 Kaldárseli var einn flokkur, en auk
þess var selið mikið sótt af meðlimum um helg-
ar bæði frá Rvík og Hafnarfirði. Frá K. F. U. M.
á Akranesi var einn flokkur í Vatnaskógi. Það
er bæði andlegt og líkamlegt gagn, sem sum-
arstarfið stefnir að. K. F. U. K. í Reykjavík
hafði sumarstarf að Straumi fyrir sunnan
Hafnarfjörð. Þar var því veitt, ókeypis húsnæði
og idvalarleyfi. — Af vetrarstarfi má nefna
bænavikuna í nóvember og æskulýðsvikur fé-