Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 97
91
laganna í HafnarfirSi og Reykjavík auk venju-
legra funcla og samkomuhalda. Unglingadeildin
í K. F. U. M. í Reykjavík varð 25 ára 25. nóv.
— K. F. U. K. í Reykjavík varð fyrir þeirri
miklu sorg í sumar að sjá, að baki formanni sín-
um frú Guðrúnu Lárusdóttur, er fórst af bif-
reiðarslysi í Tungufljóti 20. ágúst ásamt tveim
ungum dætrum, Guðrúnu Valgerði og Sigrúnu
Kirstínu. Frú Guðrún var forstöðukona Kristni-
boðsfélags kvenna í Reykjavík. Hún var þjóð-
kunn kona fyrir starf sitt að kristindóms og
mannúðarmálum, ritstörf og störf í þágu ríkis
og bæjar.
Kristniboð&félögin.
Það sem hefur mest sett svip á starfsemi
þeirra í ár, er heimkoma ölafs ólafssonar
kristniboða. Kom hann fyrst einn síns liðs 21.
marz og dvaldi nær hálfan mánuð og starfaði
mikið, sýndi kvikmyndir frá starfimu í Kína,
talaði máli kristniboðsins og prédikaði fagnað-
arerindið. 5. maí fór hann utan og dvaldi um
tíma í Noregi, en kom svo 8. ágúst, með heimili
sitt, konu og börn. Þau eiga njú heima í Reykja-
vík. Öiafur hefir starfað mikið síðan hann kom,
m. a. farið til Akureyrar og starfað þar og víð-
ar á Norðurlandi ásamt cand. theol. Gunnari
Sigurjónssyni. I haust kom út bók eftir Ölaf,
er ‘hann nefnir »14 ár í Kína«; er það safn af