Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 100
Smóvegis
Lútlierska kirkjan í Jajian.
Á páskadag 1893 héldu kristniboðar frá Bandaríkj-
unum í Norðttr-Ameríku fyrs,tu guðsþjónustu lútherskr-
ar kirkju 1 Japan. Fólkið var í byrjun óvinveitt, en
smátt og smátt breyttist sú afstaða þess til hins betra.
Kristnum Japönum fellur striðið gegn Kína mjög þungt,
og standa þeir að baki Kagawa. Um h,a,nn er sagt, að
hann hafi á samkomu nokkurri staðið lengi með drjúp-
andi höfði og fjagt síðan: >,Það er ekki Kagawa, sem
stendur hér. Það er aðeins skuggi h,a.ns. Hinn raunveru-
legi Kagawa. er í Kína með líðandi mæðrum, hjá ör-
kumla mönnum og börnum, sem eru orðin heimilis-
laus vegna stríðsins«.
Afkomendur Lútliers.
Sagt er, að afkomendur Lúthers í beinan karllegg séu
útdauðir fyrir 200 árum, en kvenleggurinn aukizt sí-
fellt. 1846 voru þeir 300; 1925 var hægt að benda á
480, og nú er talan komin upp í 1200, þar af 900 í
Þýzkalandi, 150 í Hollandi og nærfellt jafn margir
í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Alheímsliing kristnihoðsiiis
var haldið I Tambaran á Indlandi 13.—30. desem-
ber 1938.