Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Side 103
97
sem liðin voru, er Israelsmenn koma til sögunnar.
Fernt er einkar þýðingarmikið við gröftinn í Lakis.
Fyrst og fremst hafa komið' i Ijós leifar af hinni gömlu
borg, og varpa þær ljósi yfir bæjamenningu í Gyðinga-
landi, torg, búðir, verkstæði, t. d. varðandi litun,
vatnsleiðslur og annað. Ennfremur hafa fundizt merki
um hernaðarviðburði, sem gerðust, áður en Júdaríki
hrundi. f þriðja. lagi h,afa komið í ljós óvenju margar
áletranir. Síðustu áletranirnar eru á signetum með vel
þekktum hebreskum nöfnum, á skálum og á eirkníf.
Bókstafa.táknin eru hin sömu og 1 hinum frægu Slnai-
handritum.
Að lokum má nefna fundi, er hafa trúarbragðaléga
þýðingu — verndargripir, goðamyndir, töfratákn o. s.
frv., er sýna, að Gyðingaland var lengi fram eftir öld-
um undir áh,rifum frá Egyptalandi. Kapítuli út af
fyrir sig eru þrjár boraðar hauskúpur. Dæmi um töfra,-
læknisfræðilegar boranir á hauskúpum eru nú til nær
því frá öllum hlutum heims, jafnvel langt norður á
norðurhj ar ann.
En rannsóknir hafa farið fram víðar, þótt aðstaðan
hafi ekki verið góð. Við rústirnar af Jeriko hefur ver-
ið grafið upp sarnkomuhús Gyðinga, frá 5. eða 6. öld.
Gólfið var lagt icigrum mosaikmyndum.
1 Betlehem hefur verið h,aldið áfram merkilegum
rannsóknum, er sýna, að núverandi fæðingarkirkja hef-
ur verið byggð á rústum enn eldri kirkju.
1 Lakis fannst signet með áletraninni: »Fyrir Gedalja,
hann, sem er höfðingi h,ússins«. Allt bendir til, að þetta
sé sá Gedalja, sem Biblían getur um og Nebúkadnezar
setti yfir lýðinn, sem eftir varð1 í Júdalandi eftir her-
leiðinguna. Gedalja sagði við þá: »óttist eigi Kaldea;
verið kyrrir í landinu og þjónið Babel-konungi og mun
yður vel vegna. En á sjöunda mánuði kom Ismael Net-