Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Qupperneq 104
98
anjason, Elísamasonar, af konungsættinni, og tíu menn
með honum og drápu Gedalja og þá Júdamenn og
Kaldea, sem hjá h,onum voru í Mizpa«, II. Kon. 25,
24.-25.
Við Týrus hina fornu hafai Frakkar stjórnað rann-
sóknum. Nota þeir öll nútíma tæki til hjálpar. Týrus
var mikil verzlunarborg á tíma Gamia Testamentisins.
Höfnin er nú undir sjávarfleti, en Frakkar liafa notað
bæði flugvélar og kafara. Með myndum, sem teknar
eru úr lofti, h.afai þeir getað komizt að legu hafnar-
virkjanna; og síðan hafa kafarar fylgt þeim bending-
um og staðreynt, »ð svo> er, sem myndirnar bera með sér.
Hversvegna fer fólk ekki í kirkju?
Vegna slæmrar kirkjusóknar í vissu héraði hefur
ein af lúthersku kirkjunum i Norður-Ameríku, fengið
fólk til að svara spurningunni, hversvegna það fairi
ekki í kirkju.
23% vildu hafa sunnudaginn til þess að rækta heim-
ilisllfið.
21% fóru ekki í kirkju, af því að þar mættu þeir
óvingjarnlegu og óeinlægu fólki.
19% komu ekki, af því að það var alltaf beðið um
peninga í kirkjunni.
• 15% af þvi að ekki var varið í prestana.
9% báru fyrir sig ýmsar persónulegar ástæður, og
af þeim voru engar tvær eins.
5% komu ekki, af því að þeir höfðu aldrei fengið
neina andlega hjálp af kirkjusókn.
4% sátu heima, af því að þeim hafði aldrei verið boðið.
4% fóru ekki í kirkju, af því að prestarnir töluðu
alltaf til fólks um að verða gott.
Því miður vitum vér eigi, hve mörg svörin voru.