Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR PÓLITÍSKUR FARSI eftir Stefán Júlíusson Stefán Júlíusson rithöfundur er Hafnfirðingum að góðu kunnur, enda Hafnfirðingurfrá barnœsku. Stefán hefur verið afkastamikill og mikilsvirtur rithöfundur og ekki síður minnast Hafnfirðingar hans fyrir mikil og góð störfhans að skóla- og menningarmálum hér íbœ. Nú nýlega gaf Stefán út sína þrítugustu bók og nefnist hún „Póli- tískur farsi“. Sú bók er skáldsaga og er í raun þriðji og síðasti hluti sagnabálks. Tvœr fyrri bœkurnar íþessari „trilogíu“ eru, „Stríðandi öfl“ og „Átök og einstaklingar“. Þeir sem þekkja til pólitískrar sögu Hafnarfjarðar sjá fljótlega að ýmislegt kunnuglegt ber fyrir sjónir íþessum bókum Stefáns, þannig að þótt um skáldsögu sé að rœða, þá byggir hún augljóslega á fjöl- mörgum sönnum atburðum úr stjórnmálunum hér í Firðinum á fyrri áratugum þessarar aldar. Eða eins og höfundur sjálfur hefur lýst því: „Nokkrar örstuttar stiklur úr stjórnmálasögu síðustu áratuga tvinn- ast skáldsögunni til að finna lífshlaupi aðalpersónanna stund og stað“. Stefán Júlíusson hefurgóðfúslega veitt AlþýðublaðiHafnarfjarðar leyfi til að birta kafla úr hinni nýju bók — „Pólitískur farsi“. Það sögubrot fer hér á eftir: Bæjarstjórnarkosningarnar í ársbyrjun 1954 ollu nokkrum straumhvörfum í bænum. Alþýðuflokkurinn inissti mcirihlutann 1 bæjarstjórn og lauk þannig valJatímabili flokksins scm þcir Asgcir Olafsson, Gunnar Jóhanncsson og aðrir verkalýðsforingjar liöfðu stofnað til fyrir þrcmur áratugum. Hins vcgar tókst sjálfstæðis- mönnuin ckki að fá mciribluta cins og mjög var unt talað fyrir kosningarnar, skorti mcira að scgja um sextíu atkvæði til að ná fylgi jafnaðarmanna. Þótti mörgum það súrt í brotið cftir sigurinn í alþingiskosningunuin árið áður. Og nú var sósíalistinn orðinn oddamaður í bæjarstjórn. Alþýðuflokkurinn var snar í snúningum i þctta sinri; gcrði fljót- lega samning við sósíalistana um myndun mcirihluta og stjórn bæjarins, kaus yngsta bæjarfulltrúann, frænda Stefáns Guð- mundssonar, bæjarstjóra; hann sagði sig úr bæjarsrjórninni og rýmdi þannig fyrir Kggcrt Stcinssyni scm fallið hafði í fimmta sætinu. Á þann hátt var Bjarni vinur minn Gíslason að hálfu leyti kominn inn í bæjarstjórnina cnda var hann mcð í öllum þcssum ráðum. Bjarni hafði gengið hart fram í kosningabaráttunni eins og vænta mátti af skaplyndi hans og arorku. Hann var óscrhlífinn og skclcggur í ræðu og riti. Var það haft á orði manna í millum bæði af samherjuin og andstæðingum að framganga hans og atbcini hefði ckki hvað síst stuðlað að því að flokkurinn fckk hátt í tvö hundruð atkvæðum flcira í bæjarstjórnarkosningunum en í al- þingiskosningunuin rúmu hálfu ári áður. Sjálfstæðismönnum þótti hann að vonum óþægur Ijár í þúfu. Þótr skyldfólk mitt á Hamri væri vægt í orðum í mín eyru þegar Bjarni átti hlut að máli duldist mér ckki að það taldi Sjálfstæðisflokkinn eiga honum grátt að gjalda. En þótt öldur risu hátt þann mánuð sem kosningabaráttan stóð og mörgum væri þá hcitt í hamsi á köflum, bæði almennum kjós- endum og forustumönnum, bráði þó af fólki þcgar frá leið og lífið gekk sinn vanagang. Að vísu urðu nokkrar uinræður um nýjar mannaráðningar vegna aðildar sósíalista að stjórn bæjarins og skiptingu í nefndir og ráð cn almenningur sinnti þcss háttar um- stangi lítt þótt ráðamcnn og pólitíkusar mögnuðu það til hnota- bita annað slagið. En þótt Bjarni hefði þannig nauðugur viljugur lent í hringiðu bæjarmála og ætti þátt í framkvæmd samkomulags milli jafnaðar- manna og sósíalista um beildarstjórn bæjarins ogcinstök úrlausn- arefni var hugur hans samt sem áður einkum og aðallcga bundinn skólastarfinu. Ritstörf hans guldu fyrir þann tíma sem hann eyddi í stjórnmálin, skáldsagan þokaði í skuggann; starfið í skólanum gekk alltaf fyrir öllu öðru. Kom þar hvort tveggja til að hann var afar sainviskusamur í eðli sínu og hann hafði sérstakt yndi af .kennslu og skólastarfi. Var mér orðið vel Ijóst þegar hér var komið að Bjarni vinur minn hefði þcgar verið búinn að hasla sér öruggan völl á stjómmálasviðinu ef skólamaðurinn hefði ekki sctið í fyrir- rúmi. Hann gætti þess einnig vandlega að láta pólitíkina aldrei koma nálægt kennslu eða nemendum. Vinsældir hans sem kenn- ara voru engu minni meðal andstæðinga cn samhcrja í pólitík og varð ég þess oft var. Hann hefði áreiðanlega tekið það nærri sér ef þetta hefði verið á annan veg. Eins og áður er frá skýrt var Bjarni skólastjóri þcnnan vctur. Þegar leið að vori var enn óvissa um heilsufar gamla skólastjórans svo Bjarni vissi ekki um stöðu sína næsta vctur. Brátt kom það á daginn að ýmsir sjálfstæðismenn hugsuðu Bjarna þegjandi þörfina cf skólastjórastaðan losnaði. Fulltrúar þcirra í fræðsluráði voru báðir bæjarfulltrúar, harðir og heiftúðugir í orðum og gerðum og lágu ckki á því að þcirra væri valdið cf til þess kæmi; mcnntamála- ráðherrann vareinn skcleggasti forvígismaðurSjálfstæðisflokksins. Að sjálfsögðu ræddunt við Bjarni og Bcgga þessi mál aftur og fram og lögðum niður fyrir okkur líkur og ntótvægi. Á einni gönguför okkar spurði ég Bjarna beint út hvort hann hefði veru- legan hug á skólastjórastöðunni og hvort hann yrði mjög sár ef hann fengi hana ekki. Skilyrðislaust, svaraði hann að bragði. Hugur minn hcfur alltaf staðið til þessarar stöðu og mig munar í að gcra þar cins góða hluti og mér er frekast unnt. Við byrjuðum okkar nám í þessum skóla og ég varð ungur kcnnari við hann, mér þykir vænt um hann, mig langar að gera hann að fyrirmyndarstofnun. Eg veit ég get það. Þetta er mér bæði köllun og mctnaðarmál. En hvað um stjórnmálastússið? Þú veist ég fór þar nauðugur til leiks í þctta sinn. Ég neita að vísu ekki að ég er pólitískur og vcrð það sennilega alltaf cn mér hefur aldrei verið það ljósara en síðustu vikurnar að ég er fyrst og fremst skólamaður. E.g vona að starf mitt í vetur sanni það ótví- rætt. Verði ég skólastjóri áfram mun ég hætta verulegum afskipt- um af pólitík; það er mér þegar Ijóst. En ritstörfin? Er skáldsagan alveg lögð fyrir róða? Það er miklu flóknara mál, svaraði Bjarni. Fram að þessu hafa ritstörfin verið dægradvöl og tómstundaiðja, uppbyggjandi áning- arstaður að hverfa til á næðisstundum. F.g mun eiga bágt mcð að neita mér um þessar nautnastundir. En þær geta einmitt samrýmst skólastarfinu. Ég skal segja þér aö allar götur langt til baka þegar við vorum við nám vcstra á stríðsárunum fyrir um það bil tólf árum gerði ég upp við mig hvcrnig mig langaði til að hasla mér völl í lífinu og hverju ég ætlaði að kcppa að. Ég ætlaði að verða skólastjóri við skólann mcð tíð og tíma og skrifa skáldsögur í frístundum mínum. Pólitíkin var ckki mcð í þcim fyrirætlunum. Ég er enn við sama heygarðshornið. Því meira sem ég hugleiddi og ræddi þcssi mál þeim mun mciri ugg bar ég í brjósti út af Bjarna. Hann trúði því staðfastlega að annað kæmi ckki til greina cn hann yrði skólastjóri áfram ef veik- indi gamla skólastjórans leiddu til afsagnar hans en ég var ekki eins viss um þau málalok. Ég var á fleiri vettvöngum og hcyrði fleiri raddir. Þctta lagðist þungt á mig og olli mér hugarangri annað veifið. Nú gat ég ekki ráðgast við nafna scm ég hefði leitað til ef allt hefði verið með felldu. Nafni var úr sögunni. Ég vissi vel að hann taldi Bjarna hafa farið óviturlega að ráði sínu og það sem meira var hann hafði höndlað gcgn hans ráðum og vilja, gengið til liðs við F.ggert sem var citt og hið sama og ganga í bcrhögg við hann. Þctta kom illa við mig, olli mér mciri sársauka cn ég hafði búist við. Það Ieiddi til umhugsunar um nafna og okkar samskipti. Mér féllu ekkí alls kostar viðhorf hans til Bjarna, hann vildi ráða yfir hans gerðum; hann ætlaðist til að hann fylgdi honum í uppgjöri hans og ósætti við F.ggert og félaga. Það var til of mikils ætlast. Mér fannst það líka vanmat á Bjarna. Satt var það að Bjarni átti honum margt gott að gjalda cf út í það var farið og Bjarni var kominn langa lcið frá kotinu í hrauninu. En var það samboðið nafna að ætlast til hann fylgdi honum út af sporinu? Var það í raun líkt þeim nafna scm ég hafði þckkt svo lengi að vilja eiga Bjarna með húð og hári þótt hann væri skjólstæðingur hans og ráðþegi frá barnæsku? Ekki hafði hann ætlast til skoðanafylgdar af Olafi Ásgeiri bróður sínum eða dætrum sínum og tengdason- um. Var viðskilnaður og heift við fyrri félaga svo sár að hann unni þcirn ckki liðsinnis Bjarna? Ég varð miður mín við þessar hugsanir; samskipti okkar nafna urðu engin síðan við töluðumst við í síma á aðfangadag; við kinkuðum aðeins kolli þegar við sáumst, hvorug- ur átti frumkvæði að mciri skiptum cða kveðjum. Tíminn leið, vcturinn, vor og fram á sumar. Þá loks sagði gamli skólastjórinn af sér. Það var ekki fyrr en í byrjun ágúst að fræðslu- ráð samþykkti að auglýsa stöðuna. Fyrstu viðbrögð manna við þessum tíðindum voru þau að næsta ótrúlcgt þótti að nokkur sækti um stöðuna á móti Bjarna. Fólk leit á auglýsinguna nánast sem formsatriði. Sama máli gegndi um kennarastéttina í heild, brátt varð lýðum Ijóst að stéttarsystkini Bjarna litu svo á að hann ætti allan rétt á stöðunni og því mundi enginn sækja á móti hon- um. Kennarar skólans voru sama sinnis. FLn pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Og brátt komst ég á snoðir um að fulltrúar sjálfstæðismanna í fræðsluráði voru komnir á krcik að freista þess að róa Bjarna af gærunni. Og þessa vitneskju fékk ég þar sem síst skyldi. Okkur Magnúsi mági hafði alla tíð verið mjög vel til vina. Hann var mesti sómamaður og rækti verkstjórn sína í trésmiðj- unni af hagsýni og dugnaði. Hann hafði verið föður mínum trúr og styrkur og mér hafði hann reynst sá haukur í horni sem ég þurfti eftir að ég nauðugur viljugur gcrðist forstjóri fyrirtækisins. Nú voru synirnir orðnir okkur báðum frcmri cn hann stóð cnn vel fyrir sínu. Einn daginn eftir að skólastjórastaðan í bænum hafði verið auglýst ber hann að dyrum hjá mér eldsnemma morguns og spyr hvort hann megi tala við mig. Ég var varla vaknaður og hélt að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Gerðu svo vel, sagði ég þó, gakktu í bæinn. Hann kom inn fyrir og lokaði kirfilega á eftir sér. Ekki hirti hann um að fá sér sæti en tvísté við dyrnar og hvarflaði augum sitt á hvað. Svo leit hann skarpt á mig og sagði næstum hranalcga: Þeir eru að leita að manni í skólastjórastöðuna. Ég vildi segja þér frá því þórt ég væri beðinn fyrir það. Ég veit þið Bjarni eruð það miklir vinir að ég vil segja þér frá þessu. Mér hefur alltaf verið vel til Bjarna; hann var kjarnadrcngur þegar hann átti í öllu basl- inu í uppvextinum. Ég gct vel unnt honum þcss að verða skóla- stjóri þótt ég sé andstæðingur hans í pólitík; það yrði góð uppreisn fyrir kotadrenginn, ég skil það. En hann er fjandi harður í horn að taka í pólitíkinni. Þeir eru að leita að manni í skólastjórastöðuna. Hvcrnig veistu það? Þeir komu til mín í gærkvöldi. Hverjir komu til þín í gærkvöldi? Nú, þeir í fræðsluráðinu, Kristján og Njáll. Þeir voru að spyrja mig um frænda minn fyrir norðan, fermingarbróður minn og vin, þeir vilja fá hann til að sækja, hafa heyrt hann vilji flytja suður. Þeir hljóta að hafa leitað víða fyrst þeir duttu niður á hann. Hann hefur aldrei stjórnað stórum skóla en verið skólastjóri í þorpinu heima í nokkur ár. Hvað vildu þeir þér? spurði ég fálkalega. Þeir voru að fræðast um hans hagi og heimilislíf. Auðvitað sagði ég þeim það sem ég vissi best. Þetta cr vinur minn og ná- frændi eins og ég sagði. Hann er sómadrengur. Þcir vildu fá mig til að fara norður. Fara norður til hvers? Til að hvctja hann til að sækja. Þeir sögðu hann fengi stöðuna ef hann sækti. Þeir skyldu sjá um það. Þeir báðu mig að skrcppa mcð sér norður að ræða við hann. Þeir vildu hcldurhafa kunnug- an mann með sér. Ég gæti skýrt ýmislegt fyrir honum sem að gagni mætti koma. Þeir hétu á mig í nafni flokksins. Og hverju svaraðir þú? spurði ég var nú satt að scgja glaðvakn- aður. Ég ncitaði. Ég vil ekki eiga hlut að þessu máli. Ég hcld frændi minn muni ekki vaxa af því að taka þátt í þessu. Þó.tt Bjarni sé pólitískur hefur hann reynst prýðilega sem skólamaður. Hann hef- ur kennt strákunum mínum. Þetta verður kallað pólitískt óhæfu- verk; ég vil ekki að frændi minn taki þátt í því. Auk þess væri ég að ganga á móti þér ef ég gerði þetta, ég veit að vinátta ykkar Bjarna er sönn og traust. Ég — ég vildi samt segja þér þetta, það er heift í þessu, ég heyrði það ofan í þá Kristján og Njál. Heldurðu þeir fái hann til að sækja? Það er ekki gott að segja. Ég veit þeir lofa honum gulli og grænum skógum og hann vill komast suður. Hann cr líka mikill flokksmaður. Ég skal ekkert fortaka. Það cr auðvelt að tala um fyrir mönnum ef góð staða er í boði. Það er enginn annars bróðir í leik. En ég vil ckki skipta mér af þessu. Og nú þarf ég að fara að koma mér í vinnuna. Vertu sæll. Ég lá um stund og hugsaði málið. Þá minntist ég þess að ég átti einmitt skólabróður og góðan kunningja í mcnntamálaráðuneyt-

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.