Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 11

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 11 GllSSURARSON í TILVERU SÓLVANGS t p i 1953 til 1958 á skrífstofu sinni á Sólvangi. ir 1. hœð Sólvangs kom eldur upp í mótunum ök voru aldrei upplýst. Myndin er frá móta- 'laugin í Hafnarfirði var vígð. Guðmundur ður byggingarnefndar Sundhallarinnar. Nú voru góð ráð dýr. Guðmund- ur var lítill maður vexti og ekki þungur á vigtinni. bess vegna hófu félagar hans hann á loft upp yfir höfuð fundarmanna og réttu hann þannig inn í fundarhúsið og tóku þar aðrir fundarmenn við honum og var Guðmundur þannig hand- langaður inn eftir salnum uns hann kom að ræðustólnum. Sýnir það vel, að margir höfðu hug á að heyra Guðmund tala. Og í ræðustólinn komst Guð- mundur og flutti mál sitt með þeim hætti að andstæðinga hans sveið undan og undu illa, enda hét það i frásögnum þeirra eftir fundinn, að Guðmundur hefði lítilsvirt hafnfirska kjósendur og troðið þá undir fótum. Um rök hans og mál- flutning voru þeir næsta fátalaðir og segir það sína sögu. En þannig var Guðmundur einarður og hik- laus, enda átti hann marga góða vini og langt út fyrir raðir Alþýðu- flokksmanna. Maður söngsins Guðmundur Gissurarson var líka maður söngsins, músikalskur og söngvin. Hann var löngum í for- ystusveit hafnfirskra söngmanna og burðarás í starfi karlakóra hér í bænum. Hann var t.d. formaður Karlakórsins 1. maí 1931 — 1934, Karlakórsins Arna 1934 — 1935, karlakórsins Þrastar 1935 — 1937 og aftur 1942 — 1948 og enn aftur 1949 — 1953. Alls staðar reyndist Guðmundur sami góði félaginn sem ávann sér traust og vinsældir hvar sem hann fór. Það er margur örlagaeldurinn Árið 1931 stóð stórt og mikið timburhús á Hverfisgötu 21 í Hafnarfirði. Hús þetta var kallað Siglfirðingahús vegna þess að mennirnir sem byggðu það og áttu voru báðir frá Siglufirði. I þessu húsi bjuggu þá margar fjölskyldur, samtals 37 manns. Aðfaranótt hins 25. febrúar 1931 kom upp eldur í Siglfirðingahúsi og brann það til ösku á um það bil 45 mínútum. Þrír af þeim sem þarna bjuggu brunnu inni, en aðrir íbúar hússins björguðust lifandi, þótt tæpt stæði um suma þeirra. En á götunni stóðu 34 einstakl- ingar á öllum aldri og höfðu misst flest eða allt sitt í brunanum. Það var úr vöndu að ráða. Nú kom til kasta ráðamanna Hafnarfjarðar að útvega þessu fólki húsaskjól auk tveggja fjöl- skyldna, sem orðið höfðu að flýja hús sín vegna skemmda á þeint af brunanum. Bæjarstjórinn Emil Jónsson var veikur af inflúensu þegar þetta var og kom það í hlut þeirra Kjartans Ólafssonar bæjarfulltrúa og Guð- mundar Gissurarsonar nýráðins fátækrafulltrúa að leysa úr vanda hins bágstadda fólks. Það gerðu þeir með heiðri og sóma, enda allir íbúar bæjarins fullir af hjálpfýsi í garð fólksins sem stóð á götunni og allir af vilja gerðir til að reyna að leysa sem best úr vandræðum þess. Meðal þeirra sem stóðu húsnæð- islausir þessa örlagaríku nótt voru mæðgur, Guðrún Þorleifsdóttir og Ingveldur dóttir hennar sem þá var 17 ára. Hinn 28 ára fátækrafulltrúi þurfti að greiða veg þeirra mæðg- ana eins og annarra sem í brunan- um lentu og kannski hefur þá kviknað sá eldur í hjarta fátækra- fulltrúans sem entist honum og ungu stúlkunni til æviloka hans, því að rúmum tveimur árum síðar, hinn 16. desember 1933 gengu hin unga stúlka, lngveldur Gísladóttir og Guðmundur í heilagt hjónaband. Stóð Ingveldur við hlið eigin- manns síns í blíðu og stríðu, traust eins og bjarg, enda sjálf baráttu- maður fyrir jafnaðarstefnunni og réttlæti i þjóðfélaginu og í öllum samskiptum manna á milli. Þau Ingveldur og Guðmundur eignuðust tvær dætur, Guðrúnu' Ágústu f. 10. október 1934 og Margréti Jónínu f. 2. september 1936. Draumurinn skyldi rætast Störf Guðmundar sem fátækra- fulltrúa í Hafnarfirði færðú hann á vígvöll fátæktar og örbirgðar, svo að hann varð flestum betur kunn- ugur kjörum og lífsbaráttu þeirra, sem hvað höllustum fæti stóðu í lífsbaráttunni, hvort sem í hlut áttu ungir eða aldraðir, öryrkjar eða sjúkir. Og lífsviðhorf Guðmundar jafnaðarstefnan,— og vitundin um rétt allra manna til mannsæmandi lífs, ráku hann áfram til orða og at- hafna. Hann setti sér það mark að elli- heimili skyldi rísa í Hafnarfirði, þar sem einnig yrði sjúkradeild til að annast sjúka og fæðingadeild sem veitti verðandi hafnfirskum mæðr- um öryggi og skjól. Hann lagði oft nótt við dag að vinna að því að Elli og hjúkrunar- heimilið Sólvangur sæi dagsins ljós. Sá draumur skyldi rætast. Þau voru aldrei talin sporin hans Guðmundar sem gengin voru til að vinna þeirri framkvæmd gagn, eða stundirnar á nóttu sem degi er fóru í það að brjóta heilann um leiðir til að leysa ýmis vandamál sem upp komu meðan á byggingu Sólvangs stóð. Það þurfti að afla fjár til að halda uppi framkvæmdahraða og ótal hnúta þurfti að leysa og ekki alla auðleysta. En allt fór honum vel úr hendi með hjálp og stuðningi guðs og góðra manna, og Alþýðu- flokkurinn í Hafnarfirði stóð ein- huga með honum í þessu máli og studdi hann fast. Tveir voru þeir einstaklingar sem öðrum mönnum fremur studdu Guðmund í eldrauninni við að gera Sólvang að veruleika. Það voru þeir Ásgeir G. Stefánsson og Gísli Sigur- björnsson forstjóri Elliheimilisins Grundar, sem löngu er þjóðkunnur maður fyrir gifturík störf sín í þágu aldraðra. Sjálfstæðisflokkurinn og foringjar hans studdu í orði tilurð Sólvangs, en ekki voru þeir allir alltaf heilir í því máli. Reynt að bregða fæti fyrir málið Ýmsir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði höfðu þungar áhyggjur af því, að Guð- mundur Gissurarson og Alþýðu- flokkurinn kæmu til með að njóta meiri vinsælda og hylli Hafnfirð- inga fyrir dugnað sinn og atorku við að koma Sólvangi á fót, en þeim þótti heppilegt. Þessi ótti varð sum- um þeirra að fótakefli. Dænii um það er t.d. sú tilraun sumra þeirra til þess að koma í veg fyrir að erlenn lán fengist frá Þýskalandi til þess að koma Sól- vangsmálinu heilu í höfn. Eru til vottfestar frásagnir um það. Þetta var allt gert í felum og á bak við tjöldin og átti ekki að fara hátt. En samt fór það svo, að þessi vinnu- brögð komu fram í dagsljósið. Dularfullur bruni Nú voru framkvæmdirnar við byggingu Sólvangs komnar af stað og horfðu margir glöðum augum á uppsláttarmótin fyrir fyrstu hæð- inni á Sólvangi sem biðu tilbúin til að taka við steypunni sem koma átti daginn eftir. En þegar komið var morguninn eftir var uppslátturinn alelda mönnum til mikillar furðu. Aldrei upplýstist um eldsupptökin en rnargir töldu að um íkveikju hefði verið að ræða. En engum datt í huga að leggja árar í bát og ný mót voru reist og í þau steypt. En móta- bruninn er óráðin gáta enn í dag. Gróusögur gangsettar En þrátt fyrir allt mólæti og flækjur af manna völdum var Sól- vangur byggður, vígður og tekinn í notkun. Guðmundur Gissurarson var ráðinn þar forstjóri og þótti flestum það vel ráðið, þótt nokkrir renndu þangað augum öfundar og afbrýði. Og líklega hefur einhverjum eigenduin slíkra augna komið til hugar að ef til vill mætti koma höggi á Guðmund og Alþýðuflokk- inn með því að draga Ingveldi konu Guðmundar inn í sögutilbúning til hneykslunar bæjarbúum. Var nú þeirri slúðursögu hrundið úr vör, að Ingveldur Gísladóttir kona Guðmundar hefði fengið stórfé fyrir saumaskap fyrir Sól- vang og hefðu þar verið um að ræða mikil laun fyrir litla vinnu. Svo rammt kvað að þessum orð- rómi, að þeim sem gerst vissu um sannleikann í þessu máli afbauð með öllu þessi tilhæfulausi og ill- kvittni söguburður og birtu eftir- farandi yfirlýsingu: „Undirrituðum er tjáð að þrálát- ur orðrómur gangi um það í bæn- um, að frú Ingveldur Gísladóttir, Tjarnarbraut 15, hafi unnið að saumaskap fyrir Sólvang og haft miklar tekjur af. Þetta er alrangt. Allt sem saumað hefur verið fyrir Sólvang höfum við undirritaðar saumað eða verið saumað af starfs- stúlku hér eftir að heimilið tók til starfa. Sólvangi 26. janúar 1954. Þorbjörg Á. Einarsson, yfirhjúkrunarkona Sína Ásbjarnardóttir Arndal, matráðskona Aðalheiður Pétursdóttir, aðstoðarhjúkrunarkona Svona fór með sögu þá. Hún fékk verðugt andlát en segir samt sína sögu. Orgelið var sótt heim í stofu Byggingin á Sólvangi var orðin að veruleika. Guðmundur Gissur- arson var orðinn þar húsráðandi, forstjóri sem gekk þar út í dagsins önn, umgekkst og hugsaði um fólk- ið sem þar hafði fengið skjól og bar hag þess og velferð fyrir brjósti. En það var margt sem hina ungu stofnun vanhagaði um til þess að vera starfi sínu og tilgangi vaxin. Eitt af því var hljóðfæri. Það var t.d. ekkert hægt að spila þegar hús- kveðja fór fram á Sólvangi og vist- maður þar kvaddur hinstu kveðju. Einn dag er Guðmundur kominn inn í stofu á heimili sínu á Tjarnar- braut 15. Hann hefur menn með sér Framhald á bls. 15 Heiðurshjónin Ingveldur Gísladóttir og Guðmundur Gissurarson. Myndin er tekin ífimmtugsafmœli Guð- mundar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.