Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 taldi rétt að fresta flutningi kirkj- unnar til Hafnarfjarðar um sinn. Prófasturinn í Görðum, séra Jens Pálsson, andaðist 28. nóvember 1912. Prestskosning fór fram um vorið eftir og Ieiddi til þess, ásamt eldri ágreiningi, að fríkirkjusöfn- uður var stofnaður í Hafnarfirði, en nýi presturinn, séra Þorsteinn Briem, sagði af sér, og aðrar prests- kosningar fóru fram í júlí 1913. Fríkirkjusöfnuðurinn réðst þeg- ar í að koma sér upp kirkju, eins og sagt er frá í annarri grein hér í blað- inu. Þjóðkirkjusöfnuðurinn lét ekki heldur standa á framkvæmd- um hjá sér. Byggingarnefndin, sem fyrr var nefnd, gekk að þeim mál- um með miklum dugnaði ásamt sóknarnefndinni, einkum for- manni hennar, Steingrími Torfa- syni, og Kristni Vigfússyni verk- stjóra. Var byrjað að grafa fyrir grunni kirkjunnar haustið 1913, en kirkjusmíðin sjálf hófst um vorið. Var kirkjunni valinn staður norðan til í sýslumannstúninu. Höfðu áður verið uppi raddir um að reisa hana uppi á Hamarskotshamri, þar sem nú er Flensborgarskólinn. Enginn verulegur ágreiningur mun þó hafa verið um staðarvalið. Yfirsmiður kirkjunnar var ráð- inn Guðni Þorláksson, en gerð var hún eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar, eins og fyrr segir. Rögnvaldur Ólafsson húsameist- ari var fæddur 5. des. 1874 í Ytri- húsum í Dýrafirði, sonur Ólafs Zakaríassonar bónda þar og konu hans, Veróniku Jónsdóttur prests Eyjólfssonar, en móðir séra Jóns var Guðrún dóttir Jóns prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Var Rögnvaldur gáfumaður mikill, hafði stundað húsagerðarlist er- lendis og var, þegar hér var komið, ráðunautur landsstjórnarinnar um gerð opinberra bygginga. Hann andaðist á Vífilsstöðum 14. febrúar 1917, ókvæntur og barnlaus. Þykja mörg þau hús, sem hann teiknaði, hin prýðilegustu, stílhrein og lát- laus og fögur í einfaldleik sínum. Á þetta ekki síst við um kirkjur þær, er hann teiknaði, og ber Hafnar- fjarðarkirkja þessu gott vitni. Guðni Þorláksson yfirsmiður var fæddur í Hafnarfirði 11. maí 1881. Foreldrar hans bjuggu í Þorláks- húsi á Stakkstæðinu, austan Reykjavíkurvegar og neðan Hverf- isgötu sem nú er. Hét móðir hans Margrét og var dóttir Guðna Jóns- sonar og Sigríðar Gísladóttur, er lengi bjuggu á Ingunnarstöðum í Brynjudal og Hvammi í Kjós. En faðir Guðna var af gömlum, hafn- firskum ættum, hét Þorlákur Þor- láksson og var lengi skipstjóri á fiskibátum, en faðir eldra Þorláks var Hildibrandur bóndi í Ási við Hafnarfjörð, sá er Hildibrandsætt er við kennd. Guðni lauk námi í Flensborgarskóla 1897 og nam síð- an trésmíði hjá Bjarna snikkara Jónssyni í Reykjavík. Þótti Guðni vandaður smiður og kappsmikill við vinnu. Hann hafði staðið fyrir húsbyggingum víðs vegar um land, meðal annars á skólastöðunum Hólum og Eiðum, og kirkju hafði hann smíðað í Kollafjarðarnesi. Hann hafði smíðað bryggjuhúsin við Gömlu bryggjuna hér í Hafnar- firði 1912. Hafði hann áður verið búsettur í Reykjavik, en átti nú heima í Hafnarfirði. Hét kona hans Margrét Þorláksdóttir smiðs frá ísafirði, Magnússonar. Þau eignuð- ust þrjú börn: Lúðvík kaupmann á Selfossi, Hjalta efnalaugarfor- stjóra í Reykjavík og Önnu Mar- grétu, sem þau misstu, meðan kirkjusmíðin stóð yfir, telpu ekki ársgamla. Kirkjusmíðin gekk bæði fljótt og vel, og var henni svo að segja lokið, þegar Guðni Þorláksson veiktist skyndilega af lungnabólgu, sem dró hann til dauða 14. desember 1914. Var útför hans gerð frá hinni nýju kirkju á Þorláksmessudag. Var það fyrsta kirkjulega athöfnin, sem fram fór þar, fyrir utan kirkjuvígsl- una, er Þórhallur biskup Bjarnason framkvæmdi 20. desember 1914. Merk tímamót Um þessar mundir eru 80 ár frá því að Hafnfirðingar fengu rafmagn til lýsingar. Þetta var fyrsta rafveitan á íslandi og voru það 16 hús í bænum, sem fengu raflýsingu með þessum hætti. í tilefni af þessu bað jólablað Alþýðublaðs Hafnar- fjarðar, Brynjólf Þorbjarnarson, formann rafveitunefndar, að segja lesendum blaðsins frá þessum merka atburði. Brynjólfur brást vel við þessari málaleitan, svo sem hér má sjá, og kann blaðið honum bestu Merk-tímamót. Þann 12. desember 1904, eða fyr- ir 80 árum gerðist sá merki atburð- ur í sögu Hafnarfjarðar að Jóhannes J. Reykdal setti upp vatnsaflsvirkjun við Hamarkots- læk hér í Hafnarfirði. Var mannvirki þetta staðsett neðan við Austurgötu-brúna að austanverðu við lækinn og mun stöðin hafa framleitt 9 kW. Raforkan var leidd í ein 16 hús í bænum, eingöngu til lýsingar. Auk þess voru sett upp nokkur götuljós. Augljóst er því, að hér var um að ræða fyrstu raforkudreifiveituna í landinu, sem seldi rafmagn til al- mennings. Ekki er að efa, að atburður af þessu tagi muni hafa vakið eftirtekt og ánægju fyrir 80 árum meðal bæjarbúa. Ekki síst í svartasta skammdeginu rétt fyrir jólahátíð- ina, því þá var „Fjörðurinn“ tiltölu- lega fámennur fiskimannabær. En Jóhannes J. Reykdal lét ekki þar við sitja; árið 1906 er hann bú- inn að setja upp aðra rafstöð við Hamarkotslækinn. Var hún stað- þakkir fyrir. Brynjólfur Þorbjarnarson, formaður rafveitunefndar sett ofan við Hörðuvellina og var venjulega kölluð Hörðuvallastöðin. Þessi stöð var verulega stærri en sú fyrri, eða um 37 kW. Vafalaust má telja að Hafnar- fjörður hafi með þessum hætti ver- ið um nokkurt skeið eini rafvæddi bærinn á landinu, og þá með raf- magni sem framleitt var frá vatns- orkuveri, þó í smáum stíl væri. Einnig var sýnilegt, að urn var að ræða hliðstætt fyrirkomulag á sölu og dreifingu rafmagnsins og á sér stað í dag. Þarna mun jafnframt vera að finna upphaf að fyrstu raf- veitu i landinu — sem sé Rafveitu Hafnarfjarðar. Þeir upphafsþættir sem hér að framan er drepið á, eru aðeins lítið brot úr upphafi að stórkostlegri orkusögu þjóðarinnar, sem enn er í fullum gangi. Hvort sem öðrum lík- ar betur eða verr, þá verður því ekki haggað, að upphafið er að finna hér við bæjarlækinn okkar, sem rennur annars svo prúður og hávaðalaus í gegnum byggðina og er vissulega perla í umhverfi Hafnarfjarðar. Vegna þeirra merku tímamóta sem hér að framan er getið, þá liggja fyrir tillögur um að reist verði veglegt minnismerki (symból) á Lækjarsvæðinu og efnt verði til opinberrar samkeppni í því sam- bandi. Einnig er í sömu tillögu áskorun til bæjarstjórnar, um að hafist verði handa að gengið verði endanlega frá Lækjarsvæðinu. Er þess að vænta, að forráða- menn bæjarins standi nú myndar- lega að þessu máli og forðist þar öll menningarslys. Brynjólfur Þorbjarnarson. Jólaádrepa Ég er sennilega farin að eldast — alla vega orðin eldri — því ég er að verða nöldursöm og lœt ýmis- legt smálegt í jólahaldi og jóia- undirbúningi fara ofurlítið í taug- arnar á mér, stundum jafnvel dálítið mikið. Eitt eru t.d. jólasveinarnir. Að vísu ekki jálasveinarnir sem slíkir — mér er dáyndisvel við þá — heldur hitt hvernig stundum er farið með karlagreyin og þeir ruglaðir í ríminu. Samkvœmt mínum kokkabókum fóru jóla- sveinarnir að koma til byggða níu eða þrettán dögum fyrir jól, sbr. í vísunni „níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna." Nú, við þetta hef ég reynt að halda mig, þótt stundum hafi verið við ramman reip að draga íþeim efnum og oft erfitt að útskýra fyrir börnunum allan þann mýgrút afjólasveinum sem hafa vaðið uppi hvar og hvenœr sem er í desember. Og ekki batnar það, þegar sumir geta sett skóinn sinn út í glugga með góðutn árangri allan jólamánuð- inn. Þá eiga mínir jólasveinar virkilega í vök að verjast, og sú hugsun hvarflar að mér hvort ein- hver skyldi hagnast á öllu þessu jólasveinafargani? Annað sem ég hef látið ergja mig eru jólaböllin — eða barna- böllin. Ég fór á eitt slíkt fyrir þremur árum og þá eftir nokkurt hlé. Ég hlakkaði til eins og barn, en hvílík vonbrigði — ég var kom- in á diskó! Enginn söngur, engin gleði — þarna var drattast stein- þegjandi í kringum jólatréð undir afbökuðum jólavísum í diskó- takti. Síðan komu einhverjir jóla- sveinar með hávaða og gaura- gangi og gerðu börnin dauðskelk- uð með yfirþyrmandi fettum og brettum, kunnu varla að syngja og því síður að segja sögur. En sem beturfer virðist þessi tegund jólaba/la á undanhaldi. Og í öllum bænum leyfum jólct- syeinunum okkar líka að hatda sín- um gömlu eiginleikum og háttum í stað þess að láta þá alla renna saman í eina litlausa ímynd, sem enginn þekkir lengur haus né sporð á. Púka-Veiga —Sparibók— meö sérvöxtum Qggjyj |. 10.000 krónur lagðar inn é Sparibók með sérvöxtum I upphafi érs. Vextir eru 28%, vaxtaskeröing 1.8% viö úttekt. Ef bók er eyðilögð eftir: nafrv vaxta- til vextir leiör. ráöstöf- 28% 1.8% unar kr. kr. kr. 2 mén 188 10.279 3 m&n 700 193 10.507 4 mán 933 197 10.736 5 mán 1.167 201 10.966 6 mán 1.400 205 11.195 7 mán 1.633 209 11.424 8 mán 1.867 214 11.653 9 mán. 2.100 218 11.882 10 mán 2.333 222 12.111 11 mán 2.567 226 12.341 12 mán 2.800 180 12.620 Ef bók er ekki eyöilögö eftir ér veröur staöa bókar: 10.000 krónur + éunnir vextir 2.800 krónur, eöa samtals krónur'12.800,-. Þú velur tímann og töluna — vid borgum vextina VISA ISLAND Annast öll innlend og erlend bankaviðskipti llliNAMRBANKINN ÚTIBÚ GARÐABÆ SÍMI 53944 Sendum viðskipta- mönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýár BYKO BYGGINGAVÖRUR HAFNARFIRÐI DALSHRAUN115 SÍMAR: 52870/54411 Höfum allt efni í jólaskreytingarnar Glœsilegt úrval jólaskreytinga og þurrblómaskreytinga BLÓMABÚÐIN Dögrgr Reykjavíkurvegi 60 sími 53848

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.