Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Gunnþór Ingason þjóðkirkjuprestur: J ólahugvekj a Svo áhrifarík eru jólin, að þeirra gœtir um a/la heimsbyggðina. —Um skeið eru þau frettin og at- burðurinn, sem allt snýst um og sitthvað verður þá og með öðrum hœtti en áður. Áhuginn beinist þá að því að gleðjast og ekki síður að gleðja. Það er líkt og myrkrið hörfi þá undan birtu og brosi, fögnuði og friði, svo jafnvel skot- hvellir og ófriðardrunur þagna um stund. —Og þeim er gaumur gefinn sem líða og þjást, friðvana þjáðu og sveltandi fólki. Við gefum hvert öðru gjafir á jólum og teljum þann sið byggast á því að hinir vísu menn, sem fylgt höfðu stjörnunni skœru gáfu jötubarninu dýrmcet- ar gjafir, gull, reykelsi og mirru. En gœtum að, þeir gáfu honum gjafir sem —fœddur var, —ekki hver öðrum. Viljum við fara að dœmi þeirra, liggur bein- ast við að œtla, að við cett- um að gefa þeim gjafir sem hann vill helst bindast og ber fyrir brjósti, öllum þeim sem þarfnast, miskunnar, elsku og líkn- ar. Jafnframt því sem við höfum heyrt og séð fjöl- margar glysmiklar auglýs- ingar í fjölmiðlum nú síð- ustu dagana fyrir jólin, sem hvetja okkur til kaupa á munaðarvarningi, höf- um við séð brugðið á skjá- inn annars konar myndum og öllu skelfilegri. Við höfum þá haft fyrir aug- um hungursneyð og skort, séð vanncerð börn, tcerð og bólgin starandi móti okkur lífvana augum. Það er Kristur hinn krossfesti sem lítur þar til okkar, því hann hefur gefist mann- legu lífi, er samslunginn því og bundinn til að varpa af því hverju oki, frelsa það og endurreisa í kcer- leikskrafti sínum. Þó fjarlægðir séu mikl- ar á milli okkar og þeirra, sem hann nú minnir okkur á, getum við fyrir milli- göngu Hjálparstofnunar kirkjunnar og annarra aðila, lagt fram einhvern skerf til að létta þeirra byrðar, nálgast Jesú og fjárhúsið hans, fœrt hon- um okkar dýrmœtu gjafir. Engin gleði er varanlegri Alþýðublað Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. Ritstjóri og ábm.: Jóna Ósk Guðjónsdóttir, s. 54132. Setning: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Steinmark. en sú, sem vaknar af því að gleðja og gefa. Jesús er nefndur frelsari af því að líf hans miðar að því að lina þrautir, líkna og blessa, glœða mannlegt líj eilífð og elsku. Hann gaj sjálfan sig segir kristin trú, fórnaði lífi sínu, svo við mœttum lifa í endurnýj- ungu lífsins, sem erbundið guði og gleði hans. Hann vill að við sem heyrum honum til séum heiminum salt og Ijós. Ljósið lýsir og saltið verndar. Við sem njótum lífsgœða megum ekki sýna ábyrgðar og kœruleysi, spilla lífi okkar sökum eigingirni og sjálfsdekurs, svo við töpum skynjun á þeim tilgangi lífs sem Jesús Kristur vísar á. Við eigum að reynast lífinu vel sem samferðarmenn hans og fylgjendur. Á jólum er okkur sagt frá því að hann sé okkur gefinn, svo við megum lífa í von og trausti, trúa á lífið og göfugan tilgang þess. „I myrkrum Ijómar /ífs- ins sól. Ó Guðisélof fyrir gleðileg jól.“ ÓSKUM HAFNFIRÐINGUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS. ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. 5PARI5JD0UR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna Stórkostlegt úrval af skartgripum DEMANTAHÚSIÐ REYKJAVÍKURVEGI 62

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.