Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Hafnarfjarðarkirkja í smíðum 1914 Fullsetin kirkja við vígslu nýs kirkjuorgels, 1955. aö fá kirkju reista í bænum. Var nefnd kosin til að sjá um undirbún- ing þess, og leitaði hún til Rögn- valds Ólafssonar húsameistara um tillögu að gerð kirkjunnar. Brást hann vel við, og í febrúar 1909 sam- þykkir safnaðarfundur að reisa kirkju eftir teikningu frá honum. Skyldi hún vera úr steinsteypu og taka um 500 menn í sæti, en allir umsjón kirkjunnar, sem skyldi verða sóknarkirkja fyrir Garða- sókn alla. Samþykki kirkjuyfirvaldanna dróst árlangt. í marsmánuði 1910 tók söfnuðurinn að sér fjárhald og umsjón Garðakirkju. En i árslok 1909 hafði safnaðarfundur sam- þykkt uppdrátt að nýrri kirkju í Hafnarfirði eftir Rögnvald Ólafs- nefndina voru kosnir: August Flyg- enring kaupmaður, Einar Þorgils- son kaupmaður og Sigurgeir Gísla- son verkstjóri. Hafði þá verið lofað talsverðum framlögum til kirkju- byggingarinnar í fé og vinnu. Framkvæmdir urðu þó ekki eins skjótt og búast mátti við. Nú kom ýmiss konar ágreiningur í ljós um málið, og myndaðist flokkur, sem Hafnarfjarðar- kirkja 70 ára Hinn 20. desember 1914 vígöi Þórhallur Bjarnason biskup Hafn- arfjarðarkirkju. Hún veröur því 7o ára nú fyrir jólin. Af því tilefni hef- ur forsiöumyndin á þessu jólablaöi Alþýðublaðs Hafnarfjarðar verið valin, en hún er úr Hafnarfjarðar- kirkju. Alþýðublaö Hafnarfjarðar óskar kirkjunni (il hamingju með afmæl- ið og væntir þess að henni fylgi gifta og gengi hér eftir eins og hin*- að til. Þegar Hafnarfjarðarkirkja va 50 ára, skrifaði Ólafur Þ. Kristjáns- son fyrrum skólastjóri Flens- borgarskóla um kirkjuna í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar og sagði þar m. a.: Oldum saman sóttu menn frá býlunum við Hafnarfjörð kirkju að Görðum, og hélst það, þótt sjávar- þorp tæki að myndast inn undir fjarðarbotninum. Heitir enn Kirkjuvegur, þar sem menn gengu upp frá flæðarmálinu og yfir hraunbunguna vestur að Víðistöð- um. Það var í frásögur fært, að árið 1878, þegar til stóð að Garðakirkja yrði endurbyggð, gerði hinn fram- 'ýni maður, Þórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum, kost á því, að kirkjan yrði reist inni í Hafnar- firði, þar sem þá bjó á 5. hundrað manns, enda tæki þá söfnuðurinn að sér að sjá um kirkjuna. Þessu var dauflega tekið, og mátti raunar við því búast, því að það heyrði þá til nýmæla, að söfnuður tæki að sér umsjón kirkju, og ekki voru lög sett um það efni fyrr en fjórum árum seinna. Séra Þórarinn lét því reisa kirkjuna í Görðum (1879). ramm- byggilega hlaðna úr höggnum steini, og þótti hún einhver myndar- legasta kirkja hér á landi á þeim dögum. Jafnskjótt og Hafnarfjörður hafði fengið kaupstaðarréttindi, 1908, tók að koma hugur í íbúana Fyrstu embættismenn Hafnarfjarðarkirkju: Organleikarinn, Friðrik Bjarnason, sóknarpresturinn, síra, Árni Björnsson og meðhjálparinn, Gísli Jónsson. íbúar kaupstaðarins voru þá tæp 15 hundruð. Jafnframt var samþykkt að byrja að safna fé í kirkjubygg- ingarsjóð og loforðum um vinnu. Það fylgdi þessu, að söfnuðurinn óskaði að taka að sér fjárhald og son. jafnframt var kosin þriggja manna nefnd til þess að annast byggingarframkvæmdir ásamt sóknarnefndinni, en formaður hennar var þá Steingrímur Torfa^ son kennari, síðar kaupmaður. í Um útivistartíma barna og unglinga, samkv. lögreglu- samþykkt fyrir Hafnarfjörð. 42. gr. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almanna- færi eftir kl. 20.00 og ekki eftir kl. 22.00 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðn- um, aðstandendum sinum eða umsjónarmönn- um. Börn yngri en 15 ára mega ekki vera á almanna- færi eftir kl. 22.00 tímabilið 1. september til 1. maí og ekki eftir kl. 23.00 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagri ábyrgð þess er þjónustuna veitir. Óheimilt er að selja börnum undir 16 ára aldri sígarettur eða aðrar tóbaksvörur. Aldur barna skv. grein þessari skal miðast við fæðingarár. Barnaverndarnefnd skal vera lögreglunni til að- stoðar við að sjá um að ákvæðum þessum sé hlýtt. 43. gr. Börnum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20.00 öðr- um en sérstökum unglingaskemmtunum sem haldnareru af skólum, æskulýðsfélögum eðaöðr- um aðilum sem til þess hafaleyfi og háðareru sér- stöku eftirliti. Forstöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin að viðlögðum sektum og/eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tlma. Ungmennum yngri en 18áraeróheimill aðgangur og dvöl á veitingahúsum, sem hafa leyfi til vínveit- inga nema í fylgd með foreldrum eða forráða- mönnum. Veitingaleyfishafa er skylt að gæta þess að ákvæði þetta sé haldið að viðlögðum sektum og/eða missi leyfis til vínveitinga um lengri eða skemmri tíma. Þeirsem hafaforsjáeðaforeldraráð barnaog ung- menna skulu gæta þess að ákvæði þessarar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig beita sak- hæf ungmenni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Útdráttur úr ákvæði þessarar greinar skal hangaááberandi stað í öllum skólum skyldu- náms, almennum veitingahúsum og samkomu- stöðum I lögsagnarumdæminu og sér viðkom- andi barnaverndarnefnd ásamt lögreglu um að þessu sé framfylgt. Bannaö er að ungmenni innan 18 ára aldurs starfi á veitingahúsum og skemmtistöðum, þar sem ætla má, að siðferði þeirra sé sérstök hætta búin. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að reyna að stemma stigu við reiðhjólanotkun barna sinna yfir vetrartímann. Barnaverndarnefndin og lögreglan í Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.