Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Stórfljótið og litla kvíslin Smásaga eftir Harald Magnússon Langt úti á stóra fljótinu var skip og leit það út eins og lítill depill, séð frá landi. Svo breitt var fljótið, enda engin furða, því þetta var vatns- mesta fljót í heimi. Hið volduga fljót leið áfram í sínum breiða far- vegi. Umhverfið var fagurt og tign- arlegt. fljótið var spegilslétt þessa stundina. Mikil breyting gat verið á fljótinu, þegar það var í ham og veðurguðirnir skóku allt og hristu. Þá gat fljótið orðið eins og úfinn sjór með hvítfyssandi öldutoppum. Þegar fljótið var virkilega í ham, var betra fyrir þá, sem sigldu um fljótið að leita sem fyrst til lands og komast í var, því annars yrðu skip og bátar að litlum leiksoppum í höndum risans með háu öldutopp- ana. Þegar veðrið lægði, þá fyrst voguðu mennirnir á minnstu bátun- um sér aftur út á hið volduga fljót og héldu ferðinni áfram. Fljótsbakkarnir skörtuðu dýr- legu blómahafi og litbrigði blóm- anna voru óteljandi. Langt inni í landinu gnæfði svo frumskógurinn og teygði sig fram á fljótsbakkann. Fumskógurinn var illfær yfirferðar fyrir venjulegt fólk sökum vafn- ingsjurta og allskonar hættu, sem gátu verið á næsta leiti. í þessum skógi voru heimkynni ættflokka, sem lifðu eins og ekkert væri sjálfsagðara en hafa allar þess- ar hættur í kringum sig, og rötuðu um skóginn þveran og endilangan ef þeir kærðu sig um. Þeir sem fóru samt léttast gegnum skóginn voru aparnir og svo fuglinn fljúgandi. Þarna var fjölskrúðugt fugla- og dýralíf. Margar fugla- og dýrateg- undir voru ekki til í öllum heimin- um, nema meðfram þessu fljóti og inni í frumskóginum, sem var á stórum landssvæðum meðfram fljótinu. Stærð fljótsins var svo mikil að ævintýramenn, sem við köllum í dag ferðamenn eða nátt- úruskoðendur sem villtust langt upp með fljótinu, þar sem engin mannabyggð var á stórum svæðum, áttu vart möguleika á að komast lífs af eða þá rata til síns heima. Svo lítið peð var maðurinn, þegar hann barðist við þennan stóra bergrisa, sem fljótið var, enda höfðu margir ævintýramenn fórn- að lífi sínu með þvi að skoða og ferðast um á þessum slóðum i gegn- um aldirnar. Svo áhrifamikið var fljótið að það lét ekki staðar numið við ósa sína, heldur lét það minna á sig langt úti á hafi. Þar gastu stung- ið vatnsfötu í sjóinn tugi kílómetra frá landi og í stað sjávar kom drykkjarvatn í fötuna. Svo mikill kraftur var í þessu fljóti. Stutt frá ós þessara miklu afla rann lítil en straumhörð á í fljótið. Þetta var ein af þessum ám, sem oft eru nefndar kvíslar eða þverár og hafa mikla þýðingu fyrir vatnsmagn í aðalfljótinu. Ekki var sýnilegur munur á vexti fljótsins við þessa sprænu, enda sagði stórfljót- ið við kvíslina. „Af hverju ertu að angra mig með þessari sprænu? Eg þarf ekki á þér að halda, vegna þess að ég er vatnsmesta fljót í heimin- um. Enginn er meiri en ég og ég skammast min fyrir það að þú skul- ir renna í mitt mikla fljót. „Þú ert svo lítil og gerir ekkert gagn nema angra mig með þessu lítilræði sem kemur frá þér. Þetta er svo nálægt ósnum að nær allir sem fara upp eftir fljótinu taka eftir þessari skömm sem þú ertí' Þá sagði kvíslin. „Nei, heyrðu góða fljót. Þú hefur svo sem engu af að státa. Þú ert fyrst og fremst svona voldugt og stórt fljót, vegna þess hve margar ár, lækir og kvíslar renna í þig hingað og þangað á leið- inni til sjávar. Það erum fyrst og fremst við, sem gerum þig að þessu stórfljóti sem þú ert. Þú byrjaðir ekki stórt uppi á hálendinu, skal ég segja þér. Þar ert þú jafnvel minni en ég. heyrirðu það, volduga fljót? Þetta fannst fljótinu heldur langt gengið, enda hafði það aldrei heyrt aðra eins vitleysu. „Jæja, kæra kvíslþ sagði fljótið. „Við skulum gera út um þetta mál i eitt skipti fyr- ir öll. Fylgdu mér upp að upp- sprettu minni og þá geturðu séð að ég er jafn stór við upptök sem ósa. Kvíslin og fljótið hófu göngu sína upp eftir fljótinu og fóru hratt yfir. Þetta ferðalag hjá þeim var fyrst og fremst mögulegt vegna þess að í hverri kvísl eða jafnvel í minnstu lækjunum var sál. Þá geturðu ímyndað þér, hvort ekki hafi verið sál í sjálfu fljótinu. Ferðin gekk hratt og vel upp eftir fljótinu. Eftir því sem ofar dró minnkaði fljótið og varð vatns- minna. Enda fóru þau framhjá mörgum ám, lækjum og kvíslum sem öll féllu í stórfljótið. Fljótinu fór ekki að lítast á blikuna. Smám saman lækkaði í því rost- inn, eftir því sem ofar dró, því stöð- ugt minnkaði í fljótinu. „Þessu hefði ég aldrei trúað, hefði ég ekki horft á þetta með eigin augumý sagði stjórfljótið, sem nú var ekki lengur fljót og ekki heldur á, heldur smá kvísl, sem brátt varð að læk, Læk sem kom upp úr litlu dýi hátt uppi í fjöllunum. Var þetta virkilega vatnsmesta fljót í heimi, þessi vesæli litli læk- ur? Þá sagði kvíslin. „Þarna sérðu. Þú er minni en ég. Upptök mín eru frá stóru vatni og ég er margfallt vatnsmeiri en þú. Hefðu upptök mín verið þar sem þín eru hefði ég verið miklu stærra fljót en þú“ Nú var fljótið hætt að hugsa og viður- kenndi að í raun og veru væri það minna en kvíslin. Eftir þetta fengu allar ár, lækir og kvíslir að renna með þökkum i stórfljótið. Það þakkaði jafnvel öll- um fyrir að aðstoða sig við að gera úr sér, svona litlum læk, vatnsmesta fljót í heimi. Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði 20 ára Gaf Hrafnistu vatnsnuddpott Iðnaðarbankinn t Hafnarfirði varð 20 ára 13. nóvember síðastlið- inn. í tilefni dagsins var Hafnfirð- ingum og öðrum boðið að koma í heimsókn og þiggja kaffiveitingar og var stöðugur straumur gesta all- an daginn. Allir voru í hátíðar- skapi. Gestir fengu nelliku í hnappagatið og yngstu gestirnir fengu sérstakan glaðning. í tilefni þessara tímamóta gaf Iðnaðarbankinn Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra í Hafnarfirði, vatnsnuddpott að and 180 þúsund krónur, sem settur verður upp við sundlaug sem tekin verður í notkun á næstunni fyrir vistmenn Hrafnistu. Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði var opnaður 13. nóvember 1964 í leiguhúsnæði að Strandgötu 4, en flutti fjórum árum síðar í eigið hús- næði að Strandgötu 1. Við opnun voru starfsmenn þrír, en eru nú um þrjátíu. Bankinn hefur vaxið jafnt og þétt, einkum á allra síðustu árum, með mikilli uppbyggingu iðnaðar og þjónustu i Hafnarfjarðarbæ. Hann rekur nú einnig afgreiðslu í Garðabæ, sem var opnuð 1982. Vöxtur bankans á einnig rætur að rekja til þess, að bærinn hefur stækkað mjög og æ fleiri Hafnfirð- ingar kjósa að vera í bankaviðskipt- um í eiginn bæ og stuðla þannig að uppbyggingu og framkvæmdum þar. Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði tók upp beinlínuvinnslu þegar á árinu 1982 og nýlega var tekin í notkun tölvubanki sem opnar þjón- ustu bankans allan sólarhringinn. Útibússtjórar frá upphafi hafa verið Sigmundur Helgason, Ást- valdur Magnússon, Bjarni Tómas- son og Jóhann Egilsson. Núverandi útibússtjóri, Jóhann Egilsson, tók við árið 1977. Skrif- stofustjóri er Albert Sveinsson og afgreiðslustjóri í Garðabæ er Sigríður Sigurðardóttir. Jóhann Egilsson, útibússtjóri Iðnaðarbankans í Hafnarfirði og Albert Sveinsson, skrifstofustjóri. FH á Frammistaða handboltamanna okkar Hafnfirðinga hefur áratug- um saman verið bænum og bæjar- búum öllum til mikils sóma. Og enn er ekkert lát á frábærum árangri handknattleiksmanna okkar. Nú síðast frábærum árangri hand- knattleiksmanna okkar. Nú síðast tókst FH-ingum hið ótrúlega í Evrópukeppni meistaraliða, þegar þeir slógu út lið Honved, frá Ung- verjalandi, sem er skipað atvinnu- mönnum í þessari íþróttagrein. Austantjaldsþjóðirnar hafa um langt árabil verið nær ósigrandi í handboltanum, en FH—liðið hafði sigur í gegn — glæsilegan sigur frammi fyrir þúsundum áhorfenda. FH-liðið er því komið i 8 liða úr- slit Evrópukeppninnar og mætir næst liði frá Hollandi. Líkur eru því miklar á því að FH vinni þar sigra og komist í 4 liða úrslit. Mikill háflugi í handboltanum áhugi er í Firðinum á keppni þessari og bestu óskir fylgja FH-ingum í keppninni. Þeir gætu með örlítilli heppni náð í sjálfan úrslitaleikinn. Og þá gæti allt gerst. FH-ingar eru sem kunnugt ís- landsmeistarar í handboltanum og keppa að því að verja þann titil í vetur. Haukarnir hafa hins vegar átt er- fitt uppdráttar í handboltanum í vetur og eru þegar þetta er ritað neðarlega í 2. deild. Enn er þó mót- ið aðeins nýbyrjað og Haukaliðið á því alla möguleika á því að rífa sig upp á síðari hluta mótsins. Efnivið- inn vantar a.m.k. ekki. Alþýðublað Hafnarfjarðar send- ir handboltamönnum okkar og öðrum hafnfirskum íþróttamönn- um bestu kveðjur í þeirri keppni sem framundan er. Blaðið veit að sem fyrr mun þetta unga íþróttar- fólk verða bænum til sóma. Þeirgerðu garðinn frœgan’. — FH-ingar 1956. Fremsta röðfrá vinstrí: Kristófer Magnússon, Benedikt Waage, Hallsteinn Hinríksson, Kjartan Markússon, Guðmundur Gissurarson fors. bœjarstj. og Sigurður Júlíusson. Miðröð: Ragnar Jónsson, Birgir Bjömsson, Bergþór Jónsson, Jón Kr. Óskarsson og Hjörleifur Bergsteinsson. Aftasta röð: Sverrir Jónsson, Hjalti Einarsson, Einar Sigurðsson og Hörður Jónsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.