Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Pólitískur farsi Framh. af bls. 7 Við þögðum þunnu hljóði um fjórðung leiðarinnar. Þá ræskti nafni sig lengi og hátíðlega og fékk sér tóbakskorn í aðra nösina. Hann framkvæmdi þessa athöfn á yfirmáta virðulegan hátt. Síðan sagði hann djúpum rómi: Hvað ætlar Bjarni nú að gera? Vertu ekki að spyrja mig. F.kki tek cg ákvarðanir fyrir hann. Hann ræskti sig enn áður en hann sagði: Ég held að skynsamlegast væri fyrir Bjarna að hann drægi um- sókn sína til baka. Hverra crinda ertu nú að ganga? spurði ég. Hann gæti bxtt fyrir sér með því, ég er viss um það. Eru þetta skilaboð frá Kristjáni og Njáli? Mér hcfur skilist þú værir handbendi þeirra í þessu máli. Nú ræskti hann sig gríðarlega áður en hann sagði reiðilega: Ég er gestur þinn í þessu farartæki, Ásgeir. Væri það til of mikils mælst að þú hagaðir þér nokkurn veginn eins og siðuðum manni sæmir? Þá skalt þú tala eins og siðuðum manni sæmir. Væri það eitt- hvert vit fyrir Bjarna að viðurkenna í verki að hann telji sig ekki lengur eiga rétt á stöðunni? Það er oft skynsamlegt að beygja sig fyrir staðreyndum. Ég er aðeins að benda á það. Bjarni getur þurft að sxkja undir ráðherra þótt síðar verði. Þess vcgna á hann að leggjast flatur. Þú hefur lítinn metnað fyrir fóstra þinn, Asgeir höfðinginn. Sparaðu köpuryrðin, kall minn. Veistu hvað gerist á fræðslu- ráðsfundi á morgun þegar greidd verða atkvæði um stöðuna? Hvernig ætti ég að vita það? Ég er enginn þátttakandi í laumu- spilinu. Hann þagði um stund, hikaði við að halda áfram. En hann var reiður og lét slag standa. Þcir munu fá jöfn atkvæði Bjarni og hinn umsækjandinn. For- maðurinn mun sirja hjá. Formaðurinn, er það ekki fyrrverandi bæjarstjórinn ykkar? Ekki ntinn bæjarstjóri, — bæjarstjóri Eggerts. Þú sérð að Bjarni lenti í góðum félagsskap! Ég varaði hann við. Þú lýgur þessu, Ásgeir Olafsson. Sjáðu bara til. Menn bevgja sig fyrir valdinu, formaðurinn ekki síður en aðrir. Hann ku þurfa að koina syni sínum að sem kennara hjá nýja skólastjóranum. Hvað er fallinn flokksbróðir hjá því? Þú ættir að segja Bjarna vini þínum að réttast og best væri fyrir hann að draga umsókn sína til baka; það yrði vandræðaminnst fyrir hann í framtíðinni. Ertu meö hótanir? spurði ég og stöðvaði bílinn yst á veginum. Hann leit á mig skarpt; í svipnum vó salt ögrun og reiði. Svo sagði hann napurt: Þið eruð ekki alvitrir þessir ungu menn. Þá helltist reiðin yfir mig og ég þrumaði: Veistu hvað þú ert, Ásgeir Ólafsson? Þú ert ræksni, pólitískt ræksni. Og veistu hvað þessi svokallaði Alþýðuflokkur ykkar er, hann er pólitískur hrævangur þar sem hver kroppar augun úr öðrum. Og veistu hverjir hafa gert hann svona? Þú og þínir líkar. Þið viljið allit stýra farinu, viljið allir vera formenn en hafið ekki lengur sjó til að sigla á og þekkið ekki lagið. Þess vegna liðast farkosturinn undir ykkur og þið hlaupist af og verðið reköld, pólitísk ræksni eins og þú. Veistu hverju þetta Bjarnamál líkist mest? Pólitískum farsa. Allar ykkar gerðir þessara svokölluðu pólitíkusa i þessu máli hvort sem þið þykist vera hérna rnegin cða hinumegin eru pólitískur farsi, skítlegur skopleikur. Þið þykist þekkja leið um lönd og sjó en ratið þó hvergi. Ég hefði aldrei trúað því að þú værir ein aðalpersónan í þessum pólitíska farsa en annað er nú komið á daginn. Ég hefði mátt vita það; allt þitt líf nú orðið er einn pólitískur farsi. Og nú skaltu hypja þig út úr þessum bíl; ég vil ekki anda að mér sama lofti og þú. Hann horfir á mig náfölur af reiði um leið og hann hörfar aftur á bak út úr bílnum, andlitsdrættir sem steyptir í stein. En þegar ég lít í augu hans finnst mér vorta fyrir angursemi og varnarleysi. Þetta augnatillit hans fylgir mér í reiði minni ogvinslitum okkar. Hafnfirðingar Við höfum mikið úrval af gjafavörum, eitthvað nýtt á hverjum degi Kertaúrvalið hefur aldrei verið meira Leiðisgreinar og krossar (pantið tímanlega) Við höfum opið til kl. 21 á hverju kvöldi Gleðileg jól Blótriabúdin LINNETSTTÍG 3 - SlMI 50071 HAPNARFIRDI Guðriöur Elíasdóttir formaður Framtíðarinnar og varaforseti ASl Guðríður vara- forseti ASÍ Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum bæjarbúa, að á þingi Alþýðusambands íslands, sem fram fór fyrir skömmu, var Guðríður Elíasdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framtíðar- innar hér í Hafnarfirði, kjörin varaforseti Alþýðusambands ís- lands. Óþarfi er að kynna Guðríði fyrir Hafnfirðingum, hún er þeim vel kunn fyrir störf sín í bænum. Hún var fyrst kjörin í stjórn Framtíðarinnar árið 1948 og verið formaður félagsins frá 1967. Guð- ríður hefur einnig setið í mið- stjórn ASÍ og gegnt ýmsum fleiri trúnaðarstörfum fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Síðast en ekki síst hefur Alþýðuflokkurinn notið starfskrafta Guðríðar Elíasdóttur um langt árabil. Hún hefur setið i bæjarstjórn hér í Firðinum fyrir Alþýðuflokkinn og verið lengi í forystusveit flokksins í bænum. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar Guðríði til hamingju með það traust sem henni og um leið samtökum hafnfirskra verka- kvenna hefur verið sýnt með kjöri til varaforseta ASÍ. Sömuleiðis fá hafnfirskar verkakonur ham- ingjuóskir af sama tilefni. Einu sinni var Eftir miðja nítjándu öld lýsti Jón Sigurðsson skáld i Nefsholti búskaparraunum nágranna síns í eftirfarandi sálmi: Konan ólétt og beljan búin, bráðum er orðið hausalaust. Bankabygg þrotið, barnagrúinn beljar samstilltri hungurraust. Afl mitt og kraftur óðum þver, allt er skraufþurrt, sem nagað er. Olíulaust að öllu leyti ömurlega verður kveikt. Hvergi fœst tólg né hrossafeiti, hún mundi líka verða sleikt. Það er hörmulegt hugarstrið að horfa fram á slíka tíð. Og þó nú vetur þessi líði, þá tekur ekki betra við. Fyrir sumrinu sárt ég kvíði, sérhvert þá magnast andstreymið. Þá fjölgar fólki þess að meir, það verða tíu ef enginn deyr. (Þjóðsögur og sagnir Elíasar Halldórssonar). Sendum viðskiptamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Raftœkja vinnustofa Skúla Þórssonar Rafbúðin Álfaskeiði 31 sími 53020 H CaÐBORÐ Laugardaginn 22. des. er jólaundirbúningurinn í hámarki. Þá bjóðum við upp á jólahlaðborð kl. 18 - 22. Verð fyrir fullorðna aðeins kr. 300. - Verð fyrir 6-11 ára börn aðeins kr. 150. - Frílt fyrir börn yngri en 6 ára. Veitingahúsið GAFL-INN og GAFL NESTI þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. GAFL-INN; opnunartími um hátíðarnar: Laugardagur 15. des. kl. 08 - 23.30 Laugardagur 22. des. Aðfangadagur 1 Jóladagur | 2. jóladagur | Gamlársdagur I Nýársdagur kl. 08 - 23.30 lokað lokað lokað 13.00 lokað kl. 08 Alla aðra daga er opið kl. 08 - 22.00 GAPi-inn V/RE YKJA JYESBRA U T, HA FNA RFIRÐI SÍMAR 54477, 54424 Sendum viðskiptamönnum og starfsmönnum okkar bestu jóla- og nýársóskir co (ðlcbiltg j 'fólo rp Jón V. Jónsson hf, Strandgötu 11, sími 54016.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.