Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 15

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 15 Skrýtlur Friðrik litli var að skila heima- stílnum sínum og kennarinn horfði mjög athugandi á stílinn. — Rithöndin líkist grunsamlega rithönd föður yðar, segir kennar- inn. Hvernig stendur á því? Friðrik þegir og kennarinn segir óþolinmóður: — Hverju svarið þér? — Ja, þegar ég hugsa mig um þá man ég að ég notaði sjálfblekung- inn hans pabba í gær. • Dæmi um ameríska bjartsýni: Réttur er settur í amerískri borg: — Nafn? — Kate Thornton. — aldur? — 76 ára. — Gift? — Nei, ekki ennþá. Guðmundur Gissurarson Framhald af bls. 11 og bíll bíður úti fyrir. Hvað er að gerast? Jú, Guðmundur hefur skotist heim og ætlar að sækja orgelið sitt sem staðið hefur árum saman í stof- unni og gefið heimilinu líf og lit á jólunum og öðrum hátíðarstund- um. Oft hefur Guðmundur létt af sér áhyggjum dagsins við litla orgel- ið, sem fyrir löngu er orðið ómiss- andi vinur allra á heimilinu. Já, hann Guðmundur ætlaði að lána orgelið sitt um stundar sakir upp á Sólvang. Það vantar svo til- finnanlega hljóðfæri þar. Og orgel- ið fór og stofan á Tjarnarbraut 15 var fátæklegri eftir en áður. Árin liðu hvert af öðru. Orgelið var stöðugt í láni uppi á Sólvangi og gegndi þar þakklátu hlutverki. Það kom aldrei aftur á heimili þeirra Ingveldar og Guðmundar. Það er enn í dag upp á Sólvangi, aldrað meðal aldraðra og hefur nú verið ákveðið að varðveita það þar og geyma. En saga þess og tilurð vistar þess á Sólvangi er ógleymdur vitnis- burður um Guðmund Gissurarson, manninn sem helgaði stórum hluta ævi sinnar Sólvangi, málefnum hans og fólkinu þar. Þá finnst mér hjarta bæjarins stöðvast Hinn 1. júní 1958 fagnaði Hafnarfjörður hálfrar aldar kaup- staðarafmæli. Þá var Guðmundur Gissurarson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og bar hitann og þungann af veglegum hátíðarhöld- unum af þessu tilefni. Hann var lífið og sálin í öllum undirbúningi og framkvæmd af- mælishaldsins. Engum datt þá í hug, að senn yrði hann allur. En þó varð sú raunin á. Hann andaðist hinn 6. júní 1958. Hafnarfjörður drúpti höfði í sorg og Sólvangur átti á bak að sjá vel- gerðarmanni sínum og brautryðj- anda. Á ráðhúsi Hafnarfjarðar blakti fáni í hálfa stöng þennan dag. Sjálf- stæðiskona sem átti leið þar fram hjá, spurði hvers vegna flaggað væri. Henni var sagt lát Guðmund- ar Gissurarsonar. Henni brá við, þagði, en sagði síðan stundarhátt: „Hvað segirðu? Er hann Guð mundur Gissurarson látinn? Mér finnst bara eins og hjarta bæjarins sé hætt að sláí' Hjá okkur veráa til milljónamæríngará augabmgði. 15. janúar dregur til tíðinda. Breytist þín von í veruleika? Vinningar í H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500. 234 aukavinningar á kr. 15.000. Samtals 135 000 vinningar, kr. 544.320.000 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS milljón í hverjum mánuöi Búnaðarbankinn Garðabœ r Oskum öllum viðskiptamönnum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári VfSA r VISA AND Önnumst öll innlend og erlend bankaviðskipti. Sími 53944 Afgreiðslutími kl. 9.15-16.00 mánud.—föstud. Síðdegisafgreiðslutími fimmtudaga kl. 17.00-18.00

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.