Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR BARNAGAMAN Dægradvöl 1) Ef ykkur langar til að koinast aó aldri og fæðingardegi vina ykk- ar og kunningja, þá er hér ráð til þess: Biðjið viðkomandi að skrifa upp (án þess að þið sjáið það) þann mánaðardag, sem hann er fæddur á og tölu mánaðarins í árinu. Við skulum segja að hann sé fæddur 14. ágúst — þá ætti hann að skrifa 148. Að þessu loknu á viðkomandi að margfalda töluna með tveim, bæta fimm við og margfalda þá útkomu með fimmtíu. Þegar þessu er lokið á viðkom- andi að leggja núverandi aldur sinn við útkomuna ásamt tölunni 123. Að þessu loknu biðjið þið um að fá að vita lokaútkomuna. Þegar hún er fengin dragið þið 373 frá útkomunni (alltaf þá tölu) og þið hafið fyrir framan ykkur það, sem þið vilduð fá. 2) í klaustri nokkru var ástandið orðið þannig, að abbadísin sá sig tilneydda til að skipta nunnunum þannig niður í klefa sína, að hún gæti á einfaldan hátt fundið út, hvort allar nunnurnar væru í bygg- ingunni. En ahhadísin hefur ekki verið nógu klók, því að hún skipti þeim á þann hátt, sem sýnt er á meðfylgj- andi teikningu, — sem sagt þannig, að þegar hún taldi voru 16 nunnur á hvern veg í byggingunni. Nú segir sagan, að nunnur hafi komist út og munkar hafi komið í staðinn. En nunnurnar fjörutíu færðu sig svo til í byggingunni, að ekki komst upp um ferðir þeirra. Þær komust strax að því, hvernig abbadísin taldi og voru ekki seinar á sér að bjóða 8 munkum í heim- sókn. Og gestir og heimakonur komu sér þannig fyrir, að abbadísin fann ekki nein missmíði. Hvernig fóru þau að þessu? En sagan er ekki enn úti. Þegar munkarnir fóru næsta dag, fylgd- ust fjórar nunnur með þeim — og enn varð abhadísin einskis vör. Hvernig stóð á því? Og enn. Næsta dag fóru enn tvær nunnur, en hinar, sem eftir voru röðuðu sér þannig, að abbadísin varð einskis vör. Hvernig var sú röð- un? 3) Hve margar endur og hve margar kýr eru í hóp 54 anda og kúa sem hafa samtals 150 fætur? 4) Faðir og sonur eru samtals 69 ára. Þegar sonurinn fæddist var faðirinn jafngamall og sonurinn er nú. Hve gamall er faðirinn nú? 5) Hér eru fjórir riddarar stað- settir á reituðu borði, þannig að þeir standa á hornreitunum. Ridd- ararnir mega ekki hreyfa sig út fyrir hina níu afmörkuðu reiti og hvitu riddararnir eiga að skipta um staði við hina svörtu. Það má aðeins standa einn ridd- ari í einu á hverjum reit, og þeir mega aldrei standa þannig að ridd- ari af öðrum litnum geti drepið riddara af hinum litnum. Hvítur á leik og verður að byrja á þvi að annar hvor riddaranna færist á b3. Getið þið lokið flutningunum i átta leikjum (það er átta leikjum hvíts og átta leikjum svarts)? 6) Getið þið komið réttri röð á fornöfn þessara frægu manna, mcð því að taka föðurnöfnin til fyrir- myndar? 1. Friedrich Byron 2. Victor Turgenjcv 3. Fjodor M. Dostojewskij 4. Charles Rousscau 5. William Ibsen 6. Heinrich Strindberg 7. Johan W. Scliiller 8. Giovanni Goethe 9. Jean Jacques Hugo 10. Emile Tolstoj 11. Ivan Boccaccio 12. George G. Dickens 13. August Shakespeare 14. Henrik Heine 15. Leo N. Zola 7) Hér er smá eldspýtnaspil, sem virðist ósköp einfalt, og er það að sumu leyti, það er að segja hvað spilareglum viðvíkur. En ekki er alltaf jafn auðvelt að spila það til sigurs. Þið getir notað eldspýtur, tölur eða smámynt til að spila með, clds- pýtur munu þó einna bestar. Leggið eldspýturnar eins og sýnt er á myndinni. Tveir spila. Þeir skiptast á um að taka eldspýtu. Þegar að hvorum leikmanni um sig kemur, má hann taka eldspýtu úr einhverri hinna þriggja raða, með- an ein eða fleiri eldspýtur eru í röð- inni. Hann má taka eina eldspýtu eða fleiri úr röðinni og má meira að segja taka alla röðina (en aðeins úr einni röð). Sá, sem tekur síðustu eldspýtuna, tapar. 8) Hvaða tvö stykki af þeim sern hér eru merkt 2—7, á að setja við stykki númer 1, þannig að út komi ferningur? 9) Hve margir teningar eru hér á myndinni fyrir ofan? Allir teningar eiga að teljast, líka þeir, sem ekki sjást beinlínis. 10) Maður setur fæturna milli armanna, tekur með höndunum um armana, lyftir fótunum frá jörðinni og gengur. Hvað er maður- inn að gera? 11) Skipstjóri nokkur og sonur hans fundust dánir, nánar tiltekið skotnir. Faöirinn var með skot í brjóstinu, sonurinn með skot á bak- inu. Báðir virtust hafa dáið sam- stundis. Þegar úr byssu er skotið á mann af skömmu færi, sést púðursverta bæði á fötum og húð, en ekki, sé færið langt. Bæði líkin fundust á miðju gólfi í stórum sal, sem notaður var sem æfingasalur fyrir skyttur. Gólfið í salnum var þakið rökum sandi, þar sem glöggt má sjá spor. í salnum voru aðeins tvenn spor. Stæði þriðji maður utan við dyr eða glugga salarins, gæti hann skot- ið hvern þann sem í salnum væri. Og á mölinni fyrir utan komu ekki fram nein fótspor. Undir líki skipstjórans fannst byssa. í nánd við soninn var ekkert vopn sjáanlegt. A klæðum beggja líkanna var púðursverta og bruni. Skipstjóranum þótti vænna um son sinn en nokkuð annað í heimi, og hefði heldur vilja deyja en að gera honum nokkuð illt. Þess vegna var ómögulegt að ætla, að hann hefði getað drepið soninn með vilja. Sumir héldu því aftur á móti fram, að sonurinn hefði í leyni hat- að föður sinn og hefði átt arfsvon eftir hann. A) Varð dauði skipstjórans vegna morðs eða slyss? B) Varð dauði sonarins vegna slyss, sjálfsmorðs eða morðs? Svörin eru birt annars staðar í blaðinu. Gátur Peningar fyrir jólagjöfum Barnasaga Hann óskaði sér að hann ætti nóga peninga. Það snjóaði þegar hann gekk norður götuna, en hann var ekki beinlínis í neinu jólaskapi, þótt að- eins væri vika til jóla. Orð föður hans hljómuðu fyrir eyrum hans: — Þú getur ekki fengið peninga strax fyrir jólagjöfum, drengur minn; það liggur heldur ekkert á, — það er enn langt til jóla! Eins og að ein vika væri langur tími! Finnur vissi, að það mundi ekkert gaman að þurfa að standa í sporum föður hans; hann þurfti að nota peningana til svo margs. Fyrir fjórtán dögum hafði hann sagt ná- kvæmlega það sama. í gærkvöldi, þegar Finnur var háttaður, hafði hann heyrt föður sinn segja við mömmu: — Ég veit ekki hvaðan mér ættu að koma peningar. Það virtist því augljóst mál, að ef Finnur gæti sjálfur útvegað sér pen- ingana fyrir jólagjöfum, þá mundi það vera besta gjöfin, sem hann gæti gefið föður sínum. Sem betur fór hafði hann fengið ofurlitla aura fyrir sendiferðir, sem hann hafði farið fyrir ungfrú Petersen. Og til Ungur maður, sem lengi hafði unnið í þjónustu annarra, setti upp fyrirtæki til þess að geta verið sinn eigin herra. Nokkru síðar hitti kunningi hans hann og spurði hvernig honum líkaði að vera orð- inn sjálfstæður. — Æ, ég veit ekki, svaraði hann, — lögreglan bannar mér að leggja bílnum mínum fyrir utan fyrirtæki þess að fullvissa sig um þetta, greip hann nú niður í vasa sinn. Jú, þeir voru þar peningarnir hans! Móður hans langaði til þess að eignast blómsturvasa — og nú var hann að íhuga það, hvað slíkur blómavasi myndi kosta. — Já, það hefði verið skemmtilegt að eiga nóga peninga núna! Hvað þurfti hann annars að kaupa jólagjafir handa mörgum? Föður sinn þurfti hann ekkert að hugsa um, einungis ef hann útveg- aði sjálfur peninga fyrir gjöfunum. Og þó; það var ekki sanngjarnt. Nei, það vantaði nú bara, að hann setti föður sinn hjá. Ef hann gæfi honum til dæmis sígarettukveikj- ara. En hann var sjálfsagt fjarska dýr. Já, og svo varð hann auðvitað að gefa Ásu systur sinni eitthvað, og Jóni litla bróður sínum, og mömmu, og Gerðu frænku og Hans frænda og Maríu frænku og Evu frænku —já, og ungfrú Peter- sen. Ungfrú Petersen varð hann eitthvað að gefa, hún var honum alltaf svo góð. Hann greip aftur niður í vasa sinn. Jú, peningarnir voru þar kyrrir! Hann leit í búðar- gluggana, og þar var margt fallegt að sjá. Allt sem maður gat óskað mitt, skattstofan segir mér, hvernig bókhald' ég eigi að hafa, bankinn segir mér, hversu langt ég geti geng- ið í rekstrinum, án þess að jafnvæg- ið raskist, sölumennirnir segja mér, hvernig varan eigi að líta út, við- skiptavinirnir segja mér, hvernig eigi að búa vöruna til og svo frv. og svo frv. . . og ofan á allt þetta er ég búinn að gifta mig! sér blasti þar við manni. Skelfing myndi hann verða ánægður, ef hann fengi skauta. Hann var kominn langt niður í bæ. Hann vissi ekki gjörla hvað gatan hét, en hann þekkti leiðina. Hann hafði farið þetta áður með móður sinni, svo að hann hlaut að finna búðina, sem hann hafði í huga ... Hann fann hana líka. Hún var í gömlu og lágreistu timburhúsi — allt húsið var ein verslun, skrýtin verslun það. Úti fyrir dyrunum voru skíði og skíðastafir, gamlir skautar og vagnkjálkar. Hér var það, sem móðir hans hafði keypt gamlan barnavagn handa Jóni litla. Finnur staðnæmdist úti fyrir stóra glugganum. Þarna voru engir jóla- sveinar eða skrautútstillingar — ekki einu sinni jólatré heldur ein- ungis gamlir, fornfálegir hlutir. Hann svipaðist um, en kom ekki auga á það, sem hann leitaði að. Svo gekk hann upp tröppurnar, teygði úr hálsinum og horfði inn í verslun- ina. Maðurinn með vangaskeggið hafði afgreitt móður hans; hann var svo hrörlegur í útliti. Kjarkurinn brast Finni, og hann hopaði aftur niður tröppurnar. Hann var ekki öruggur um, að sér heppnaðist að koma fram fyrirætlun sinni. Hann gekk nokkur skref frá versluninni, en þá minntist hann aftur orða föð- ur síns: — Sá, sem engu vogar, vinnur ekkert! Þá sneri hann við, gekk ákveðn- um skrefum upp tröppurnar, opn- aði og gekk inn í verslunina. En inni fyrir nam hann staðar. Maðurinn með vangaskeggið leit kæruleysis- lega til hans. — Hvað vilt þú, drengur? sagði hann. Finnur varð hikandi þegar hann heyrði hranalega rödd hans. — Ég . . . ég ætla að kaupa jóla- gjafir, stamaði hann — og þess vegna datt mér í hug að . . . Hann ætlaði að segja eitthvað meira en maðurinn greip fram í fyrir honum. — Vertu ekki feiminn, drengur minn, komdu nær! rödd hans var nú vingjarnlegri. Finni jókst kjarkur við þetta, og þokaði sér nær borðinu. — Selurðu vekjaraklukkur? spurði hann. — Já, já, svaraði maðurinn. — Það eru einmitt vekjaraklukkur, sem ég sel! Hann beygði sig og tók upp einar sjö eða átta, sem lágu saman í öskju, og þær setti hann fram á borðið. Finnur virti þær fyrir sér. Og það lifnaði yfir honum, þegar hann kom auga á eina bláa. — Hvað . . . hvað kostar þessi hérna? spurði hann. — Það er sú dýrasta, sem ég á, svaraði kaupmaðurinn. — Þetta er afbragðsgóð klukka. Ég keypti hana fyrir fimmtán krónur, en af því að það ert þú, þá skal ég láta þig hafa hana fyrir átján. Þú skilur að ég verð að hafa ofurlítinn hagnað. Ég gæti hvenær sem er selt hana fyrir tuttugu og fimm krónur. Það eru einmitt svona vekjaraklukkur, sem fólk vill eiga. Bara að ég gæti fengið margar slíkar, þá yrði ég auðugur maður. Finnur varð hugsandi. — Já, einmitt, eru þetta svona góðar klukkur, sagði hann. — Og hann hneppti frá efstu tölunni á peysunni sinni og tók undan henni nákvæmlega eins vekjaraklukku, eins og var á borði kaupmannsins. — Þú getur fengið þessa keypta á tíu krónur, sagði hann. — Þá græðirðu fimmtán. — Ég er nefni- lega að safna mér peningum fyrir jólagjöfum! En varið ykkur nú, þessar gátur eru ekki allar það, sem þær sýnast. 1. Hve mörg linsoðin egg getur stór og sterkur maður borðað á fastandi maga? 2. Ég gekk eitt sinn eins og leið liggur frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (já, ég meina það). Á leiðinni mætti ég einum karl- manni og sjö konum. Hver kona hafði poka á baki og í hverjum poka voru sjö kettir (þið ráðið hvort þið trúið því), með hverjum ketti voru sjö kettlingar. Hve margt lifandi var á leið til Reykjavíkur? 3. Hvað er upphaf og endir alls? (Varið ykkur nú). 4. Og hér er ein, sem hefur þvælst fyrir langskólagengnu fólki: Hvaða eyja var stærst í heimi áður en Grænland fannst? 5. Hvaða orð verður styttra þegar maður bætir við tveim stöfum? 6. Ég hef þaðekki, og vildi satt að segja helst ekki hafa það. En hefði ég það, þá vildi ég ekki fyrir nokkurn mun missa það. Hvað er það? 7. Hvaða sjúkdómur hefur enn ekki herjað á nokkurt land? 8. Hvaða mánuður hefur 26 daga? 9. Getir þú rétt, þá getur þú skakkt, en getir þú skakkt, þá getur þú rétt. Hver er ráðingin? 10. Eru til nokkur lög, sem banna manni að giftast systur ekkju sinnar? 11. Og að lokum: Hver er sonur tengdamóður mömmu hennar Siggu? 9 ■ Svörin eru birt annars staðar i blaðinu. Bros á jólum

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.