Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 10

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR GUÐMUNDURl BRAUTRYÐJANDINN í Hinn 3. júlí í sumar voru liðin 40 ár frá því að lagt var fram i bæjar- ráði Hafnarfjarðar bréf frá Guð- mundi Gissurarsyni bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, þar sem hann gerir grein fyrir því, að eftirspurnin eftir vistrými á elliheimilinu á Austurgötu 26 sé miklu meiri en hægt sé að anna og að brýna nauð- syn beri til að leysa þessi vandamál gamla fólksins. í bréfinu, sem er dagsett 28. júní 1944, leggur Guðmundur til að reist verði myndarleg bygging sem skipt- ist í elliheimili, sjúkradeild og fæðingadeild, — og að kosin verði þriggja manna nefnd til að undir- búa málið. Guðmundur vekur athygli á því í bréfinu, að bæjarstjórn hafi þegar veitt fé til sjúkrahúss og fæðinga- deildar, en vill að Hafnarfjarðar- bær geri enn stærri og myndarlegra átak í velferðarmálum Hafnfirð- inga með því að ráðast í byggingu á það stóru og myndarlegu húsi, að það rúmi í senn starfsemi elliheimil- is, sjúkradeildar og fæðingardeild- ar og að þessar fyrrverandi fjárveit- Sólvangur er og verður óbrot- gjarn minnisvarði um framsýni og framtak þeirra manna sem stjórn- uðu Hafnarfjarðarbæ fyrir 40 árum í upphafi hins íslenska lýð- veldis. Og skemmtilegt var það, að sá maður sem í upphafi tók við for- stjórastarfinu á Sólvangi og lagði hug og hönd að því að móta og mynda hina mikilvægu starfsemi sem þar fór fram var einmitt frum- herji málsins Guðmundur Gissur- arson. Guðmundur var forstjóri Sól- vangs frá upphafi þeirrar stofnunar og til dauðadags hinn 6. júní 1958. Síðan eru liðin 26 ár og þess vegna spyr kannski margur í dag: Hver var þessi Guðmundur Gissur- arson? Því ætlar Alþýðublað Hafn- arfjarðar að reyna að svara með því að gefa örlitla en ófullkomna mynd af ævi hans og störfum, mynd sem verður þó ekki nema brot úr ævi- starfi og áhugamáium þessa látna baráttumanns Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar. sínum til Hafnarfjarðar, en þangað fluttu þau árið 1922. Var Gissur þá orðinn 71 árs, en Margrét Jónína 54 ára. Þrátt fyrir aldur sinn stundaði Gissur verka- mannastörf í Hafnarfirði, en þar lést hann 6. maí 1944 á 93. aldurs- ári. Hann hafði þá skilað drjúgu erfiðisstarfi um ævina og var sagt að læknirinn sem gaf út dánarvott- orð hans hefði haft þau orð um munn, að svo gersamlega hefði líkaminn verið búinn og slitinn, að segja mætti að hann væri „eins og gömul útgengin klukka“. Margrét andaðist hinn 2. maí 1947 og var þá 78 ára gömul. Sum systkina Guðmundar ílent- ust hér í Hafnarfirði eða voru hér um margra ára skeið, svo sem Þóroddur, Sigrún, Þórdís, Ágúst, Guðbjargirnar báðar sú eldri og sú yngri og Ingibjörg yngri. Kunna því margir Hafnfirðingar skil á þessu fólki og þekktu það. Menntun og störf Guðmundur Gissurarson var greindur og áhugasamur um um- ingar bæjarstjórnar komi því til góða. Bæjarráð bar gæfu til að fallast á röksemdir Guðmundar Gissurar- sonar og lagði til að bæjarstjórn kysi þriggja manna nefnd til að kanna málið og ráða fram úr því í samráði við bæjarráð og bæjar- stjórn. Strax daginn eftir hinn 4. júlí 1944 voru eftirtaldir menn kosnir á bæjarstjórnarfundi í nefndina: Guðmundur Gissurarson, Ásgeir G. Stefánsson og Stefán Jónsson. Og auðvitað varð Guðmundir for- maður nefndarinnar og hafði for- ystu um alla framkvæmd málsins allt frá upphafi og til þess dags að byggingin var vígð hinn 25. október 1953 og gefið nafnið Sólvangur. Og fimm dögum síðar innritaðist fyrsti vistmaðurinn á Sólvang, en það var hinn kunni skólamaður og fyrrverandi skólastjóri Flensborg- arskólans Lárus Bjarnason. Þeir sem horfa á Sólvang í dag, þar sem hann stendur stór og stíl- hreinn fyrir enda Tjarnarbrautar- innar undrast þann stórhug og dugnað sem stendur að baki slíkrar byggingar. Uppruni Guðmundur var fæddur í Gljúf- urholti í Ölfusi 12. maí 1902, sonur Gissurar bónda þar Guðmundsson- ar og konu hans Margrétar Jónínu Hinriksdóttur frá Læk i Ölfusi. Mikill aldursmunur var á þeim hjónunum Gissuri og Margréti, því að Gissur var 17 árum eldri en Margrét. En talan 17 kemur oftar við sögu þeirra Margrétar og Gissurar, því að þeim varð 17 barna auðið og komust 14 þeirra upp til fullorðins ára. Guðmundur ólst því upp í stór- um systkinahópi og vandist snemma á að taka til hendinni og leggja fram lið sitt í hinni hörðu lífsbaráttu. I Gljúfurholti vandist hann öll- um algengum sveitastörfum og þeg- ar honum óx fiskur um hrygg stundaði hann einnig sjóróðra frá Herdísarvík og Þórlákshöfn. Svo lá leiðin til Hafnarfjarðar Árið sem Guðmundur varð tvít- ugur fluttist hann með foreldrum hverfi sitt og hafði snemma næmt auga fyrir þjóðfélaginu og því sem þar var að gerast. Hann var því ákveðinn í að afla sér menntunar og þekkingar til að styðjast við í leik og starfi. Nú var hann kominn til Hafnar- fjarðar og lá þá nokkuð beint við fyrir áhugasamt ungmenni eins og Guðmund að leggja leið sína í Flensborgarskólann. Það gerði hann og lauk þaðan gagnfræða- prófi 1925. En Guðmundur lét ekki þar við sitja. Hann fór í Kennaraskólann og tók þaðan kennarapróf vorið 1927. Guðmundur hóf síðan kennara- störf og var stundakennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar og Iðn- skólann í Hafnarfirði 1927 — 1929. Þá var hann ráðinn kennari við Barnaskóla Grindavíkur 1929 — 1930. Þá urðu þáttaskil Þá verða örlagarík þáttaskil í ævi Guðmundar. Starf bæjarstjórans í Hafnarfirði er skilið frá sýslu- mannsembættinu þar og málefni Hafnarfjarðarbæjar fara af skrif- stofu sýslumanns og inn á nýja skrifstofu, bæjarskrifstofuna. Emil Jónsson er ráðinn bæjar- stjóri, en leitað er til Guðmundar Gissurarsonar suður í Grindavík og hann fenginn í starf skrifstofu- stjóra bæjarskrifstofunnar. Þá er Guðmundur 28 ára og skrifstofu- stjórastarfinu gegndi hann af dugn- aði og samviskusemi til ársins 1953 er hann gerðist forstjóri Sólvangs. Því starfi gegndi hann til dauða- dags eins og áður segir. Guðmundur kom mjög við sögu Hafnarfjarðar um 30 ára skeið og hafði afgerandi áhrif á framgang og framkvæmd bæjarmála í Hafnarfirði á þeim tíma. Hann varð bæjarfulltrúi 1934 og til dauðadags eða í 24 ár og forseti bæjarstjórnar var hann síðustu átta æviárin. Á þessu tímabili átti hann sæti í fjölmörgum nefndum bæjar- ins og þótti alltaf fengur að honum í hverju verki sem hann gekk að. Hann var fulltrúi á fjölmörgum flokksþingum Alþýðuflokksins og sat mörg ár í flokksstjórn hans. En fyrst og fremst og lengst munu Hafnfirðingar minnast hans með virðingu og þökk fyrir hið ósérhlífna og ómetanlega starf í þágu aldraðra og óbugandi þrek í forystunni við uppbyggingu Sól- vangs. Ávaxtanna af því starfi hans hafa ótal margir notið. Með jafnaðarstefnuna í veganesti Ungur gekk Guðmundur Gissurarson jafnaðarstefnunni á hönd og gerðist öruggur og ákveð- inn talsmaður hennar og liðsmað- ur. Hann var einn af þeim ungu mönnum sem stofnuðu Félag ungra jafnaðarmanna í ársbyrjun 1928 og var í fyrstu í stjórn þess. Guðmundur varð snemma hik- laus og farsæll ræðumaður og vakti athygli á fundum og mannamótum fyrir málflutning sinn. Hann vakti yfir rétti hins fátæka og smáa, sagði öllu íhaldi og aftur- haldi stríð á hendur og flutti boð- skap jafnaðarstefnunnar um mannréttindi og jöfnuð,— að verð- ur væri verkamaðurinn mannsæm- andi launa,— að forréttindi og arð- rán væri þjóðarsmán sem bæri að uppræta. íhaldiðog þar með Sjálfstæðis- flokkurinn sá fljótt að Guðmundur var hættulegur andstæðingur og reyndu sumir forystumenn þess í kyrrþey að fá Guðmund til að draga úr pólitískum afskiptum sínum og myndi hann með því móti njóta enn meira traust og velgengni í störfum. En Guðmundur lét allt slíkt hjal sem vind um eyru þjóta, því að hann hefði gefið hug sinn óskiptan jafnaðarstefnunni og hún var sá áttaviti sem hann stýrði eftir í orð- um og athöfnum. Sú saga er sögð Eftirfarandi saga er sögð til marks um einbeitni Guðmundar og áræði. Eitt sinn þá er fundi var að ljúka í félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði stóð yfir almennur pólitískur fundur sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði boðað til. Ungu mennirnir ákváðu að skreppa á fundinn og athuga hvað væri þar um að vera. Þeir þangað og var fundarhúsið troðfullt út úr dyrum. Ekki líkaði þeim málflutningur íhaldsmann- Guðmundur Gissurarson forstjóri Sólvangs fr< Þegar slegið hafði verið upp steypumótum fyr eina nóttina, svo að mótin brunnu. Eldsuppt brunanum á Sólvangi Myndin er tekin 29. ágúst 1943, þegar suná Gissurarson er í rœðustól en hann var forma anna sem þarna voru málflytjendur og fýsti að komast í ræðustólinn til að kynna viðhorf sín og athuga- semdir við íhaldsboðskapinn sem þarna var hafður í frammi. En svo var troðið í húsið að engin leið var að komast manna á milli inn í það og upp I ræðustólinn.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.