Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 13

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Hæfileikapróf — Ég efa það ekki', heiðruðu les- endur, að þið eruð upp til hópa hæfileikafólk, og þess vegna legg ég hér fyrir ykkur svolítið glens, sem er þó öllu meira en glens, því eins og þið vitið, fylgir öllu glensi nokkur alvara, og þetta glens er satt að segja talsvert alvarlegt og — ef þið eruð ekki þegar orðin rugluð, þá er ykkur óhætt að lesa áfram. Viljið þið skemmta ykkur við þessa litlu þraut, sem fylgir, þá er það úrslitafyrirskipun, að þið lítið alls ekki á hana fyrr en þið hafið lesið allan formálann. Þrautin er reyndar mjög létt (o, jæja). Það sem máli skiptir er það að komast í gegn um hana á sem allra stystum tíma. Þess vegna er ráðlagt að hafa blý- ant og úr við hendina. Þegar þið er- uð tilbúin, setjist þá niður og slapp- ið rækilega af (þið megið samt ekki sofna) og byrjið svo. — Lesið text- ann og fylgið nákvæmlega þeim leiðbeiningum, sem ykkur eru gefn- ar í honum. Látið það ekki ergja ykkur, þó að ykkur finnist að ekk- ert gangi, bara róleg, (gott fólk), látið það heldur ekki ergja ykkur, þó að ykkur finnist textinn bull eitt (hann er það, bölvaður — en það skiptir ekki máli í þessu sambandi). Ef þið komist klakklaust í gegn á 2—3 mínútum, þá má það teljast þokkalegt, en sé farið mikið yfir þann tíma, þá — ja, þið munið hvað ég sagði í upphafi. Byrjið hér: Ef þið álítið að Reykjavík liggi sunnar en Hafnarfjörður, — setjið þá kross hér . . . og ef þið viljið halda því fram, að Akureyri sé stærri en ísafjörður, setjið þá hring utan um krossinn (eða þann stað, sem krossinn átti að vera á). Setjið tvo krossa hér . . . og setjið strik undir. Ef apríl kerpyr á næsta ári fyrr en júlí, setjið hring utan um fyrri krossinn, sem þið gerðuð (eða var ekki kross), en komi júlí síðar en apríl, skrifið þá hérna . . . heiti þess mánaðar, sem þið eruð fædd í og setjið svo hring utan um hinn krossinn. Og enn biðjum við um hring utan um þá tölu, sem stærst er af þessum: 62, 14, 72, 34, 48, 12, 56. Ef einhverjar 3 koma fyrir í tölun- um, setjið þá kross hér . . . og ef ekki eru nema einir 4 þar á meðal, strikið þá krossinn út aftur. Ef þið álítið að veikur sé algjör mótsetning glæsilegs, þá skuluð þið strika yfir orðið, sem þið undirstrikuðuð áð- an. Og nú skuluð þið skrifa bókstaf, þó ekki p, k, a, j, m, x, b, y, z eða o og ó — hérna . . . Hafi enginn mánuður ársins 31 dag, strikið þá aftur yfir bókstafinn. Setjið hring hér . . ., en setjið kross þvert yfir hringinn, ef ykkur finnst brauð- súpa betri en hafragrautur. Séuð þið áhangendur hafragrauts, þá skuluð þið annað hvort skrifa hér . . . skakkt svar við því, hvort sunnudagur sé fyrsti dagur vikunn- ar, eða teikna kött hér . . . hafi Beethoven skrifað tónlistina við óperettu Wagners, Aidu, látið þá mús í kjaftinn á kisunni, sem þið teiknuðuð (eða hvað), en séuð þið hrifnari af jass, þá skuluð þið skrifa jafnaðarmerki hér . . . og finnist ykkur þetta meira kjaftæðið, þá skuluð þið setja plús í staðinn fyrir músina. Kennedy hét John að for- nafni? . . . já og úr því að við erum farin að ræða um apríl og ágúst, hvað heitir þriðji mánuðurinn eftir öðrum mánuði á undan maí . . . Gefið vitlaust svar við því hvort um- ræddur mánuður hefur 31 dag, hér . . . og svo sleppið þið með því að teikna sex-hyrnda stjörnu hér . . . Bros á jólum Roskin hefðarfrú, sem hafði ekki ekið bifreið í 30 ár, gekk aftur undir ökupróf til þess að endurnýja kunnáttuna og vera örugg í umferð- inni. Þegar prófdómarinn undrað- ist leikni frúarinnar í bifreiðar- akstrinum, sneri frúin sér við og sagði: — Góði. Það er svipað með aksturinn og ástina — maður gleymir aldrei hvernig á að gera. Þetta er gömul saga eða um sex- tíu ára, en hún er jafngóð fyrir því. Auðugur Amerískur jarðeigandi hafði brugðið sér til New York, og þegar hann kom heim aftur tók þjónn hans á móti honum á járn- brautarstöðinni. „Jæja, Sam minnþ sagði hann. „Hvernig hefur gengið heima síðan ég fór — nokkuð komið fyrir?“ „Nei, ekkert markvertþ svaraði svertinginn brosandi. „Það eina, sem kannski mætti nefna, er það, að tveir af vinnumönnunum dóu, af því að þeir borðuðu steikt hesta- kjötl' „Hvar í ósköpunum náðu þeir í steikt hestakjöt?“ „Það var þegar hesthúsið brann!1 „Brann hesthúsið?" „Já, það kviknaði í því út af neistaflugi frá íbúðarhúsinuí1 „íbúðarhúsinu? Hvernig byrjaði bruninn?“ „Það kviknaði í út frá ljósunum umhverfis kistuna. Allt brann til kaldra kola án þess við gætum neinu bjargaðí1 „Guð minn góður, — hvaða kistu ertu að tala um?“ „Kistuna hennar móður yðar. Ég held hún hafi látist af taugaáfalli!1 „Og út af hverju fékk hún tauga- áfall?“ „Þegar konan yðar fór burt með ökumanninum!1 Herramaður sat í biðsal á járn- brautarstöð og reykti pípu sína í gríð og erg. „Járnbrautarstjóri gekk til hans með þjósti miklu, hvessti á hann augun og sagði: — Getið þér ekki lesið skiltið, hér á veggnum? þar stendur með stórum stöfum: Reykingar bannað- ar. — Jú, ég sá skiltið. En mér er ómöglegt að fara eftir öllum þess- um fyrirskipunum ykkar. Við hlið- ina á skiltinu „Reykingar bannað- ar“ stendur til dæmis: „Gangið í lífstykki!1 Tmustþiónusta ímtuguár Þaö er meö sérstakri ánægju að Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði minnist nú tuttugu ára afmælis. Saga okkar í Hafnarfirði er saga tuttugu ára þjónustu og ánægjulegs samstarfs við Hafnfirðinga. Þetta er einnig saga tuttugu ára þátttöku í uppbyggingu hafnfirsks atvinnulífs. Af þessari þátttöku erum við stolt — og horfum fram á við, — full bjartsýni. Meö kveðjum Iðnaðarbankinn Hafnarfiröi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.