Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1984, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 inu; hann var þar deildarstjóri. Ráð væri að tala við hann aður en ég segði Bjarna tíðindin. Eg hringdi til hans þegar hann kom til vinnu og við mæltum okkur mót til hádegisverðar. Þú munt ætla að hlera um vin þinn Bjarna Gíslason, sagði hann formálalaust þegar við vorum sestir að matborðinu. Ekki hlera, svaraði ég. Eg ætlaði að spyrja hvort líkindi væru til þess að ráðherra þinn setti mann ofan á Bjarna samkvæmt skipun flokksbræðra sinna í bænum? Ekki skipun, svaraði hann snöggt, fyrir alla muni ekki sam- kvæmt skipun. Við skulum kalla það tilmæli, vinur snar, tilmæli eða beiðni. Þeir komu tveir í ráðuneytið í morgun, þungbúnir inenn og ábúðarmiklir. Annar frekur og opinskár, hinn ýtinn og samanbitinn, skaut ég. Einmitt. Þú kannast við þá kumpána? Þekki til þeirra. Pólitíkin smitar út frá þeim? Talaðir þú við þá? )á, ég var forvitinn. Mál Bjarna vinar þíns er mikið rætt í ráðuneytinu. Hann er í miklu áliti hjá þeim sem til þekkja. Svo ég spjallaði við þá meðan þeir biðu eftir ráðherra. Það er ekki svo algengt að útvega þurfi menn til að sækja um skólastjórastöður í kaupstöðum. Sögðust þeir vera með mann á hendinni? Mér skildist það. Á ráðherra ekki úr vöndu að ráða? Hvers vegna það? Hefur hann ekki æði oft verið þungorður út í aðra ráðherra þegar þeir beittu pólitísku valdi í stöðuveitingum? Hann hló góðlátlega, sagði síðan: Enginn sker sig úr þegar færin gefast. Pólitík er pólitík, vald er vald. Þeir voru ákveðnir, Kristján og Njáll? Engin miskunn hjá Magnúsi. Bjarni fær ekki þessa stöðu ef þeir ráða. Nefndu þeir ástæður? Astæður? Hvers vegna skyldu þeir gera það? Bjarni er fórnar- lambið, hann skal taka út hefndina fyrir ósigurinn í bæjarstjórnar- kosningunum. Hann er blóraböggull fyrir allan sinn flokk, skaut ég. Einmitt. Hann er eins konar ventill, þeir blása út um hann vonbrigðum sínum að ná ekki meirihluta í bænum; hann tekur við barsmíðinni fyrir höfuðóvininn sem þeir hafa verið að berjast við — hvað lengi? Marga áratugi? Rétt. Marga áratugi. Og tilfinningar eru þá einskis virði? Deildarstjórinn hló enn kaldhæðnislega. Tilfinningar? sagði hann svo. Heldurðu að hugsun um tilfinn- ingar og sálarheill blórabarnsins séu með í þessum leik? Þessir kumpánar mundu krossfesta Bjarna til þess að koma sínu fram. Og ráðherra? Heldurðu að hann taki þátt í krossfestingunni? Það kemur í Ijós. Gerðu þér samt engar gyllivonar. Flokkurinn í bænum hefur skilað góðum árangri að undanförnu, vann þing- sæti í fyrra og bæjarfulltrúa í ár. Ráðherra er skuldhundinn slíkri velgengni. Er hann ekki líka skuldbundinn manngildi og starfshæfni? Manngildið verður ekki metið í atkvæðatölum og um starfs- hæfni má alltaf deila. Um kvöldið sagði ég þeim hjónum Bjarna og Bcggu allt af létta. Þeim brá við. I raun hafði ég ekki gert mér fyllilega ljóst fyrr hvað þetta embætti var þeim mikils virði og hver sársauki og vonbrigði það yrði Bjarna ef málalok yrðu eins og nú horfði. En hann trúði ekki að svo mundi fara. Hann vildi ekki trúa því. Hann skildi heift og hefnigirni þeirra Kristjáns og Njáls en hann sætti sig ekki við þá tilhugsun að ráðherra léti fremur stjórnast af geðþótta þeirra en dyggu starfi, þjónustu, menntun og þekkingu á staðháttum. Hann hafði verið kennari við skólann í næstum tvo áratugi og stýrt honum með skólastjóranum í meira en áratug og stundum einn og lagt sig allan fram; hann trúði ekki að ráðherra mæti meira geð- þóttadynti í pólitík en hæfni í starfi. Begga tók í sama streng, hún sagði: Hann hlýtur að kynna sér málin frá rótum, honum ber beinlínis skylda til þess. Og þótt hann sé pólitíkus hlýtur hann að kunna að meta starfshæfni manna og siðferðilegan rétt. Þótt þessar vikur síðsumars 1954 væru ömurlega langar og biðin eftir úrslitum þrúgandi er ekki ástæða til annars en gera þessa sögu srutta. Auðvitað hafði valdið sinn gang, norðanmaður- inn sótti um stöðuna, fékk tvö atkvæði af fimm í fræðsluráði en var settur af ráðherra. Þetta lagðist á heimili Bjarna eins og mara en hann jafnaði sig furðu fljótt. Hann var yfirkennari eftir sem áður og brátt gekk hann upp í starfi sínu af sömu atorkunni og fyrr. Hann var í raun og veru skólastjórinn enda öllum hnútum kunnugur en hinn ókunnugur. Og þegar líða tók á vetur fékk Bjarni uppreisn: Maðurinn að norðan sagði stöðu sinni lausri. Margir litu á það sem yfirlýsingu um að hann teldi Bjarna eiga rétt á stöðunni en bæjarfulltrúarnir tveir sem fengið höfðu hann til leiks urðu ókvæða við og kenndu Bjarna um hverflyndi hans. Þeir hugsuðu honum þegjandi þörfina. Ekki bætti úr skák að flutt var á Alþingi vantrauststillaga á menntamálaráðherra vegna stöðuveitinga og kom Bjarni þar mik- ið við sögu að vonum þótt hann ætti þar engan hlut að máli. Forvígismenn sjálfstæðismanna í bænum kenndu honum um þennan málatilbúnað þótt sjálfur léti hann sér fátt um finnast og skildi að þetta var einungis pólitískur loddaraleikur. En hann varð kunnari fyrir bragðið og hans barátta við valdið. Leið nú fram á sumar og enn var staðan auglýst. Bjarni sótti um hana sama daginn. Ekki leið á löngu þar til spyrjast tók að þeir Kristján og Njáll væru komnir á stúfana á nýjan leik til að leita að enn einu skóla- stjóraefninu. Það gekk sýnu verr í þetta sinnið eins og við var að búast. En það reyndi jafnmikið á Bjarna og heimili hans og áður og þó heldur meira. Enn treysti hann á víðsýni ráðherra, enn trúði hann því ekki fyllilega að ráðherra níddist á honum í annað sinn. Eg varaði hann við eins vel og ég gat og þau hjón bæði. Það var ný harka komin í málið, heift og hcfnigirni. Ekki kom til greina að Bjarni fengi tækifæri til að kúska flokkinn í bænum og ónýta gerðir ráðherra. Það mátti til að finna mann. Þcir kumpánar leit- uðu dyrum og dyngjum. Og auðvitað fundu þeir manninn. Hann var að vestan sá, langt að vestan. Það vildi svo til í þetta sinn að hann var kunningi Bjarna. Bjarni hafði verið honuin dálítið innan handar í vissum efnum; þannig höfðu þcir kynnst. Þetta var fram- bærilegur maður, skólastjóri í allstóru þorpi fyrir vestan, en hon- um var þar ekki vel vært lengur vegna einkamála; hann þurfti burt. Þeir Kristján og Njáll höfðu spurnir af þessu og lágu í honum. Þá sló hann til. Þegar Bjarni frétti um umsókn mannsins að vestan lét hann segja sér tvisvar. Eg spurði þá hvers vegna honum kæmi þetta svo á óvart. Hann svaraði: Hann hringdi til mín að vestan fyrir hálfum mánuði og spurði hvort ég ætlaði að sækja um skólastjórastöðuna. Þegar ég svaraði því til að ég hefði þegar sótt um hana sagði hann: Þá nær það ekki lengra; það var verið að orða við mig að sækja og látið í vcðri vaka að þú mundir ef til vill ekki sækja en fyrst svo er kemur það ekki til greina; ég sæki að sjálfsögðu ekki. Það væri fróðlegt að vita hvers vegna hann hefur gengið á bak orða sinna? sagði ég. Þú ættir að spyrja kauöa. Víst væri það fróðlegt, svaraði Bjarni, en ég held ég hafi varla geð í mér til þess. O, bíttu höfuðið af skömminni, þetta er að verða kostulegt lauinuspil hvort sem er. Ég skal keyra þig; hann ku vera staddur í Reykjavík enda skammt til leiksloka. Eftir alllanga leit höfðum við upp á manninum að vestan. Ég beið í bílnum meðan Bjarni átti viðtalið við hann. Þegar Bjarni kom til baka af hans fundi var honum mjög brugðið; hann var fölur og miður sín. Ég ók á stað og spurði einskis um stund. Seint og um síðir skýrði Bjarni svo frá: Þetta er að verða kyndugt mál, það verð ég að segja. Ég held ég muni nokkurn veginn samtal okkar: Hvers vegna skiptirðu um skoðun? spurði ég. Þú veist hvað það þýðir fyrir mig. Ég veit það. En þú fengir ekki stöðuna þótt ég sækti ekki. Það veit ég með vissu. Ég fæ hana ef enginn sækir á móti mér. Það hefði annar sótt ef ég hcfði ekki sótt. Ég neitaði þangað til mér var það ljóst. Hvers vegna sækir hann þá ekki líka? Hann vill heldur vera laus við það. Þetta er ekki trúlegt. Það er rétt. En það er samt satt. Þetta er gamall og gegn flokks- maður. Ég hef talað við hann. Hann staðfestir þetta. Hver er hann? Það má ég ekki segja. Finnst þér þetta ekki bera keim af bellibrögðum? Hann hefur sýnilega verið fenginn til að segja þetta við þig svo þú létir undan. Þú átt að friða samvisku þína með þessu. Ég hef ekki meira um þctta að segja. Ég hef þegar sótt. Hefði ég ekki sótt hefði hvorugur okkar fengið stöðuna. Þriðji maður var tilbúinn. Finnst þér þetta trúlegt? Ég veit þetta. Ef þú trúir mér ekki geturðu spurt vin þinn og flokksbróður Ásgeir Ólafsson. Hann þekkir þessi mál frá rótum og er vinur mannsins sem ætlaði að sækja. Hvernig veistu það? Hefurðu talað við hann? Nei, en Njáll hefur sagt mér að hann væri með í þessum ráðum. Það getur ekki verið, sagði ég, kvaddi og fór. Þannig sagðist Bjarna frá. Mér fannst ekki undarlegt þótt hann yrði hvumsa við þessi tíðindi um nafna. Sjálfum fannst mér nú fyrst kasta tólfunum. En veiting stöðunnar dróst á langinn þótt umsækjandinn væri fundinn. Komið var langt fram í ágúst og enn var allt í lausu lofti. Sá kvittur komst á kreik að ráðherra væri ekki eins Ijúft að setja manninn að vestan í stöðuna og flokksmenn hans í bænum vildu vera láta. Þá tók Bjarni rögg á sig og hélt á fund ráðherra. Hann gat ekki beðið í þessari óvissu lengur. Um kvöldið sagði hann okkur Beggu hvað þeim ráðherra fór í milli. Það fór aldrei hátt þótt Bjarni ætti harma að rekja. Bjarni spurði beint: Þú þekkir starfsferil minn, menntun og reynslu? Ráðherra kinkaði kolli. Eru það ekki næg meðmæli með mér? Ráðherra kinkaði kolli. Finnst þér þá ekki eðlilegt að ég telji mig eiga rétt á þessari stöðu? Enn kinkaði ráðherra kolli. Og samt ert þú enn í vafa? Nei, svaraði ráðherra þá. Ég er því miður ekki í vafa, get ekki verið í vafa. Þetta er erfitt mál. En ég get ekki veitt þér þessa stöðu. Ég ræð ekki við málið; það hefur æxlast þannig. Ég verð að segja þér eins og er; ég er milli steins og sleggju. Því miður ferð þú bónleiður til búðar. Málin eru þannig vaxin; ég hef heyrt þú sért góður skólamaður en stundunt snúast mál öðru vísi en beinast liggur við. Sem sagt, þessa stöðu get ég ekki veitt þér, Bjarni Gíslason. Þá spurði Bjarni: Mundir þú veita mér aðra stöðu? Hvaða aðra stöðu? Til dæmis kennarastöðu við gagnfræðaskólann í bænum? Er laus staða þar? Já- Ég skal athuga það mál. Við ákváðum að þegja um heimsókn Bjarna til ráðhcrra en hann skrifaði umsókn um kennarastöðu við gagnfræðaskólann og geymdi í skrifborði sínu. Tveimur dögum seinna var ég á leið til Reykjavíkur í bílnum. Þá kont ég auga á nafna þar sem hann stóð einsamall á strætis- vagnabiðstöð. Ég kunni ekki við að aka snúðugt fram hjá honum; ég stansaði og bauð honum far. Hann hikaði við í fyrstu en þáði svo boðið. Framhald á 9. síðu Búsáhöld og leikföng Góðar vörur fyrir alla fjölskylduna á góðu verði Gleðileg jól Verslunin Búsáhöld og leikföng sf. Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði Sími 50919. Nnr. 1489-5108.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.