Good-Templar - 01.01.1897, Page 16

Good-Templar - 01.01.1897, Page 16
12 »Blessaður, veslings drengurinn rainn!« »Faðir rainn!« Þeir fjellust í faðma og stóðu þannig stundarkorn, eins og sálir þeirra vildu renna saman i eitt. Enginn maður var sá í allri kirkjunni, sem ekki viknaði við þetta tækifæri. »Leyfið mér, að þakka guði fyrir þá miklu náð, sem hann hefir auðsýnt mér, stórsyndugum manni, með því að veita mér þessa gleði«, sagði gamli maðurinn, féll á kné og baðst fyrir heitar og innilegar, en eg hefi nokk- urn tima heyrt nokkurn mann gjöra. Nú var töfraaflið horfið; allir skrifuðu giaðir undir skuldbiudingunajog fóru svo hver heim til sín, en þó hægt og seint, eins og|þeir ættu bágt með að yfirgefa kirkjuna í þetta sinn. Gamli maðurinn er nú dáinn, en fræði þau, sem hann kenndi sonarsyni sínum á kné sér, þegar kvöTdsóI hans var að síga til viðar, munu aldrei gleymast. Bindindisfréttir. »Glaðir fregna vœntum vér vort það eflist, f)ræðralag«. I síðastliðnum marzmánuði liafði stórstúkunni borizt beiðni frá 14 mönnum úr Vogum og Brunnastaðahverfi um útbreíðslu-fund, og ef vel tækist, um stofnun nýrrar stúku; var því afráðið, að senda br. Árna Gíslason letur grafara suður og honum falið að halda fyrirlestra utan stúkna og innan alla leið suður í Garð. Hann fór héðan 9. marz og hélt opinbera fyrirlestra í Garðinum, Leirunni, Keflavik, Njarðvfkum og Vogum. A 4 hinum fyrsttöldu stöðum var stúka fyrir en ekki; í Vogum, en að afloknum fyrirlestrí hans þar, voru 21 er óskuðu stúkustofnunar. Br. Árni stofnaði þar því stúku með aðstoð br. Árna Pálssonar og Ágústs Jónssonar úr Njarðvíkum, er þar voru staddir. Stúkan var nefnd »Diana« og varð Nr. 30. Em- bættismenn voru kosnir þessir:

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.