Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 3
Leiklist er sköpun.
Sköpunarstarf er
jafníramt þroskandi
starf.
Að þroskast
er menntun.
SKÓLALEIKURINN
V 1
Athuganir eins úfhöpnum
Leikstarfsemi hófst að nýju hér í skóla
síðastliðinn vetur og hefur einnig verið í
fullu fjöri í vetur. Leikgyðjan, fylgja menn-
ingar og sannrar menntunar, hefur enn
einu sinni vitrazt hinu norðlenzka mennta-
setri Það er fagnaðarefni og þakkarvert að-
standendum öllum.
Starfið krefst sinna fórna. Það er tíma-
frekt að setja leikrit á svið, og í skólaleik
verður það á kostnað lestíma leikenda og
annarra, sem að leiknum standa. En áreið-
anlega telur enginn slíkt eftir sér. Ánægja
og ávöxtur starfsins bæta öll göt. Að hlýða
köllun félagslífsins er að mæta kröfum tíð-
arandans um samtök og samvinnu. Hinn
helgi félagsandi er lífsglóð slíkrar starfsemi
í skóla.
Byrjunarörðugleikar við íeikstarf eru
margir og vandsigraðir. Margs þarf að gæta,
ekki sízt. ef leikandinn er frumferill á fjöl-
unum. Starf leiðbeinandáns er því marg-
þætt og Vandasamt. í ár tók frú Björg Bald-
vinsdóttir að sér þetta erilsama starf. Skól-
inn má sannarlega vera þakklátur fyrir
hennar hlut, og eru henni hér með fluttar
beztu óskir.
Enarus Montanus, skólaleikur ársins, er
gamanleikur eftir hinn danska meistara,
Ludvig Holberg. Lárus Sigurbjörnsson hef-
ur þýtt leikinn og staðfært hann upp á okk-
ar hérlenda Álftanes. Leikurinn deilir á
hinn lærða mann, svo að ekki er langt að
leita fórnarlambsins. Vafalaust hafa líka
einhverjir hugsað sem svo, að ekki veitti
Menntaskólaiium af ráðningunni. En slepp-
um því.
Frumsýning leiksins var 1. marz. Tíð-
indamaður Munins skipaði virðingarsess í
blaðamannastúku leikhússins það kvöld. og
segir hann svo frá:
Frásögnina hefur, þegar hringt er í síðasta
sinn (fjórðung yfir, svo sem vera ber).
Áhorfendur kyrrast. Hörður Kristinsson