Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1957, Side 4

Muninn - 01.04.1957, Side 4
4 MUNINN gengur fram og sezt við flygilinn og leikur skemmtilega íslenzk rímnalög. Sterkir tónar og leikandi hljómfall höndla létta lund og fjötra athyglina. Herði er mjög vel tekið, og hann fær dynjandi lófaklapp. Nú eru 1 jós slökkt, og niðamyrkur verður í nlnum. Grafarþögn. Ljósstafur klýfur myrkrið, og áhorfendum birtist sem af himnum ofan tíguleg vera, búin ókunnug- lega; með lárviðarsveig á höfði og hjarðstaf í liendi. — Þalía, hin gríska gyðja gleðileiks- ins. An gervis: Asthildur Erlýrjgsdóttir. Heilir þér, herrar og frúr. . . . Avarp gyðjunnar er prýðisvel flutt. Röddin hrein, skær; hrynjandin góð. Ósjálfrátt verða allir sein á hlýða, alvarlegir og hátíðlegir, og má því búast við viðbrigðum, því að víst verð- ur leikurinn skemmtilegur. Það vona allir. Nú opnast sviðið. Þalía lýkur máli sínu og líður burt. Dynjandi lófaklapp. Sviðið lýsist: Heiður himinn, bátur í nausti, fisktrönur, kofaskrifli, net til þerris. Angandi skreiðarlykt berst út í salinn. Á stampi situr búandkarl einn, hrumur að sjá. Sjá er Jósep, bóndi á Brekku, ráðvandur maður. Björn Ólafsson fer með hlutverk Seppa, og er leikur hans, í einu orði sagt, góður. Stirðlegur limaburður hins aldna og lífsþreytta eljumanns, titrandi, mæðuleg röddin og eðlileg svipbrigði samræmast gervinu vel. Prúðbúinn djákni, reigður sem hani, inn- skeifur sem ungkálfur, kemur inn rétt í þessu. Pétur heitir hann, í praksís Jón Sig- urðsson. Djáknatetrið berst við virðuleik- ann og h'tur vafalaust aldrei svo lágt, að hann sjái sinn eigin fótaburð. — Leikur Jóns er .öruggur, og virðist hann sviðvanur, hvað hann og er. Persónan er hlægileg og nýtur sín vel. Leikurinn er eðlilegur, lát- bragð og talandi fara vel saman. „Níeljónína, kölluð Nilla, kona Seppa: Anna Katrín Emilsdóttir,“ segir leikskráin. Og nú kemur sú gamla kjagandi inn á svið- ið. Góðvild og einfeldni skín úr hrukkuðu andlitinu. Varfæmar hreyfingar og blíðleg rödd benda til hins sama. Önnu Katrinu tekst vel í upphafi.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.