Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1957, Side 5

Muninn - 01.04.1957, Side 5
MUNINN í miðju hanagali djáknans bætist heil fjölskylda í hópinn: Jón ríki, bóndi á Ey- Vindarstöðum, ásamt konu og dóttur, stikar inn með pontuna á lofti. Egill Gunnlaugs- son tekur í nefið og hefur upp raust sína. Engum dylst, að hér er stórbokki á ferð. Framkoma hans er öll hin yfirmannslegasta og röddin hranaleg. Hann er holdaður vel. Já, slíkir menn geta leyft sér margt í skjóli auðvaldsins. En hvað um það? Persónan stenzt hugmyndir áhorfenda, og hlutverk- iil'u er vel borgið, ef svo heldur áfram. Elísabet, heimasæta á Eyvindarstöðum, er leikin af Margréti Eggertsdóttur. Hlutverk- ið er ekki stórt, en persónan mikilvæg í leiknum. Það er undravert, hversu Margréti tekst að túlka skapbrigði hinnar ástföngnu með geislandi gleði, feginsandvörpum og skerandi gráti. Hún er líka hlutverkinu vön {þ. e. sem leikkona) eftir tíu ára leikferil. Maddama Magnea (frú Sjöfn) kemur meir við sögu síðar. í lok þáttarins skýzt svo frater Jakob (Gunnar Sólnes) inn, prakkaralegur og galsafenginn. Hann skemmtir vel með hreinskilni sinni og stráksskap. Hlutverkið er honum létt og eðlilegt. Annar þáttur hefst, og þá rennur upp hin stóra stund, því að nú birtist sjálfur höfuð- paurinn: Enarus Montanus, öðru nafni Hörður Einarsson, situr á steini, tyggur skro og aumkar sjálfan sig. Heldur er hann lúpu- legur, og svo einlægir eru kveinstafir hans, að inenntlingar allir fá samúð með liinum illa stadda kollega sínum. Hin fyrstu kynni eru því ekki sérlega upplífgandi. Brekkufjölskyldan er ein um þennan þátt og ferst vel. T. d. er samtal bræðranna skemmtilegt. Hörður tekur hlutverk sitt föstum tökum, er ákveðinn og skýr. Hann nær prýðisvel hinum þóttafulla svip og fyr- irlitningaraugnaráði Enari og túlkar tví- mæíalaust vel ádeilu leikritsins, því að sam- 5 úðin hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hinn festulegi leikur Harðar veldur svo því, að öll vandræðin, sem skapast hans vegna, verða ósköp eðlileg, og gerir það heildar- svip leiksins lýtalausan. Samleikur görnlu hjónanna í þessunt þætti er sérlega athyglisverður. Björn leggur áherzlu á hagsýni og fyrirhyggju Seppa, og Anna Katrín nær vel móðurlegri umhyggju og viðkvæmni Nillu. Gervi þeirra eiga líka vel sarnan. Þau eru þannig hin hjónalegustu í allan stað og verða eftirminnileg. í upphafi þriðja þáttar talast þau við En- arus og-Nilla. Það er skrýtið samtal, alveg andhverft hinum innilegu viðræðum þeirra Seppa í síðasta þætti. Blint tillitsleysi Enari rekst harkalega á blíða umhyggju móður- innar. Auðheyrt er, að andlegt samband móður og sonar er rofið vegna stórmennsku hins lærða manns. En misskilningurinn ger- ir orðaskipti þeirra bráðskemmtileg. Þann- ig fara saman ádeila og skop. Sl.opið nær tvímælalaust hámarki sínu í þriðja þætti. Er það ntest að þakka Tryggva Gíslasyni, sem fer dýrlega með fógetahlut- „Ergo eruð þér hani.“ Fógetinn, Pétur djákni, En- arus (Tryggvi Gislason, Jón Sigurðsson og Hörður Einarsson).

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.