Muninn - 01.04.1957, Síða 9
MUNINN
9
þustu á fætur.
Langspilið gall,
og ljóð voru þulin
nin ljósar nætur.
Brökuðu glóðir,
guð var af stalli
gripinn og brenndur,
því gleðin og heimskan
haldast tíðla
í hendur.
5.
Nú klæði ég hofið
hvítum tjöldum,
kalla á heiminn:
, Komdu hér,
(leptu alla
lygina úr sjálfum þér)“.
Rekkjuna vef ég
voðum gylltum,
kyssi heitar konur.
Augu annarra
æpa glampandi:
„Hann er hamingjusonur.“
Því hofið er bjart
og á borðinu standa
bragðsterkir réttir,
og kunningjar sitja,
kátir drekka
og kveðja að morgni
mettir.
6.
En bak við tjöldin
hún bíður þögul,
bíður. — Bíður. —
Er vísifingur mánans
um miðnæturglugga
glitfölur líður,
og gestirnir drekka
við glæður eldsins,
og hróður minn berst
útum borgina,
ég fika mig undir
faidinn hvíta
og sit á tali
við sorgina.
HEIMIR.
LEIÐRÉTTINGAR VIÐ CARMINU
Nokkrar villur liaía slæðzt inn í vísurnar í Carnn'nu,
sumar meinlegar. \'ið birtum því hér þær vísur, sem
rangfærðar voru og biðjum velvirðingar á þeim villum,
sem okkur kann að hafa sézt yfir.
Vísa h já Gcir Geirssyni:
Hann er einhver sá greinclasti gumi á storð
og með glansi sitt exanten tók.
Haim er inaður, sem veit hvert einasta orð,
þótt aldrei hann líti í bók.
Vísa hjá Sjöfn SigUrbjörnsdóttur:
----en hvað er um l>að að lala,
þótt hænuréttindahæna
heimti að fá að gala?
Hjá Ragnari Ragnars:
Ég veit, að þið kallið mig syndasvín,
en syndina’ að forðast er vandinn.
Því holdið cr gráðugt í víf og vfn,
og veikur og breyskur er andinn.
Hjá Lofti Baldvinssyni:
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt,
og vinir berast burt á timans straumi
og blómin fölna á einni hélunótt.
Því er oss bezt að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.
Hjá Birni Johnsen:
Vreiður vas þá Vingpórr.
es hann vaknaði, etc.
Hjá Halldóri Gíslasyni:
Sá, sem aldrei elskar vín,
óð né fagran svanna, etc.
Hjá Bryndísi Brynjólfsdóttur:
Spinnur hrundin sveita söng
sögu undir löngum.
Vinnur mundin léttar löng.
leiðist stundin öngum.
Hjá Þóru Þórleifsdóttur:
Ungfrúin greiðir sér oft á dag
og ilmvatn i hár sér ber,
(Framhald á bls. 14).