Muninn - 01.04.1957, Page 19
MUNINN
19
Rabbað við nýkjörinn formann Hugins
Björn Dagbjartsson er mikill fyrir mann
að sjá, sterkur vel og þéttholdaður. Dreng-
ur er hann góður 0» öllum traustur, er á
reynir; dulur en þó glaðvær. Dugnað hlaut
hann í vöggugjöf, enda hamhleypa til allra
verka. Hvorki er hann smáfríður né yggld-
ur, en vinsæll á kvennavistum, meir en
góðu hófi gegnir, hefur ]íó adrei verið við
kvenmann kenndur. Algjör er liann því
undantekning spakmælisins: „Freistingarn-
ar eru til þess að falla fyrir þeim.“
Ég labbaði mig inn til Björns, keyrði
hann út undir vegg og hóf upp vasabókina:
„Arnaðaróskir með bitlinginn!“
„Þakka.“
„Hvað viltu segja um starfsemi Hugins?“
„Ooo, ekkert nema það, að mér finnst
það allt ot’ gegnsýrt af pólitík og fádæma
asnalegt að kjósa pólitískt um það, hver eigi
að laga til á sal!“
„Ja, ekki berð þú nú mikla virðingu fyrir
stöðunni. Þú mundir altso vilja fækka
stjórnmálaumræðum næsta ár?“
„Já, því að þær eitra alls staðar út frá sér,
fyrir svo utan það, að þær eru þrautleiðin-
legar!“
Hann hvessti á mig augun, en ég varð
að aumu kvikindi, flýtti mér líka inn á aðr-
ar brautir:
„Hefur þú nokkrar breytingar í kollin-
um?“
„Nei andskotinn“ — Björn hafði allt á
hornum sér — „ekki býst ég við því, annars
kemur ný stjórn og þá verður það rætt nán-
ar. En satt er það, að í ræðumennskunni er
margur pottur brotinn."
„Þú hefur í hyggju að stugga við laga-
nefnd?"
„Ja, það var nú sagt, að það yrði fram-
haldsaðalfundur, en hann verður þá bara
næsta ár, ef núverandi stjórn vaknar ekki
af dofanum. Og menn eiga aldrei að lofa
upp í ermina á sér.“
„Finnst þér ekki rétt, að ritstjóri fari suð-
ur í nemendaskiptum?"
„Jú, alveg sjálfsagt. Og lítil eftirsjá yrði
í kvensunni.“
„En hvað segir þii um nemendaskipti við
Laugarvatn “
„Ja, ég hef alltaf haft antipat á þeim
skóla, annars gæti það vel orðið.“
Nú kom ritstjórinn askvaðandi, og fékk
ég ekki orðið úr því.
„Hver er afstaða þín til útkasta?“
„Ég skal henda út, þegar ég er í G.-bekk.“
— Hann lagði áherzlu á hvert orð.
„Finnst þér ekki rétt, að hver nemandi
borgi 30 krónur í blaðsjóð á ári?“
„Jú, vissulega. Það er ekki nokkur hemja,
að rétt helmingur nemenda kaupi Munin.
Og það er illt, að það skuli verða að nauðga
svo ágætu blaði inn á nemendur."
„Hvernig hefur þér þótt Munin og skáld-
skapurinn í vetur?"
„Mér finnst, að blöðin mættu vera fleiri,
en það verður víst varla, á meðan rétt örfáir
sinna því og enn færri leggja nokkuð af
mörkum. Hins vegar hugsa ég, að töluvert
sé um skáld í skólanum. — É2: á ekki við
þig.“ sagði hann hvasst, er ég fór að tauta
þakkir fyrir kompliment. Fórum við nú út;
ég niðurbeygður — Heimir linarreistur, en
Björn sat eftir glottandi. Halldór.
Ámi ráðsmaður ræðir við ungan Aust-
firðing um hreindýr í heimahögum hins
síðarnefnda:
„Tja, eru þau ekki fjölmenn hjá ykkur,
hreindýrin þarna eystra?"