Muninn - 01.04.1957, Qupperneq 22
22
MUNINN
eldholsins, unz rauðir dílar dönsuðu fyrir
augum lians. Annars máttu þau ekki
kveikja. Bretarnir í broddskitulitu einkenn-
isbúningunum sínum höfðu bannað það,
og fólk varð að láta sér nægja glóðarauga
miðstöðvarinnar. Eirrauð andlitin kipptust
við, þegar skothvellirnir dundu. Þeir voru
margir, og drengurinn var farinn að þekkja
þá sundur. Skrýtnu byssurnar, sem snerust
á steyptum standi úti við túnið hans afa,
geltu eins og hundar. Löngu stautarnir úti
við Voga urruðu með langdregnum seimi
og hlaupvíðu hólkarnir í Langatanganum
tóku andköf. Stijku sinnum titraði líka
grunnur hússins eins og jörðin væri slegin
ótta. Þá vissu þau, að sprengja hafði fallið.
Á þessum kvöldum luetti drengurinn að
trúa á guð.
En þegar líða tók á veturinn, flotinn var
lagður af stað á haf út, og ekki var eftir
utan tankskipið, fjölgaði heimsóknun Gyð-
ingsins að nýju. Þeir tóku aftur upp sitt
fyrra hjal á annarlegu máli, faðir drengs-
ins og hann. Þeir voru víst sammála um
margt, og livor um sig fann endurspeglun
eigin hugðarefna í löngunum hins. Gyðing-
urinn kla]tpaði á koll drengsins, bar liann
á háhesti um stofugólfið og gaf honurn gul-
an bangsa, sem tísti, ef ýtt var á kvið hon-
um. Stundum voru tár í augum Gyðings-
ins. Það þótti drengnum skrýtið. Gyðing-
urinn hjálpaði möinmu við uppvaskið,
bætti á maskínuna og talaði ym allt milli
himins og jarðar. Þau hlógu mikið, því að
mamma var víst heldur óklár á annarlega
málinu. Þorketill frændi og Gyðingurinn
urðu einnig mjög góðir vinir, þó að hvor-
ugur skildi hinn.
Svo var það einn morguninn, þegar
drengurinn kont niður í náttskyrtunni
sinni, að Gyðingurinn sat við eldliúsborð-
ið, drakk kaffi og grét. Drengurinn hafði
aldrei fyrr séð fullorðinn mann gráta.
Hann hljóp til og vafði höndum að hálsi
Gyðingsins, kysti hann á vangann og klapp-
aði honum. \rið það jókst gráturinn, og
drengurinn varð að lokum liræddur.
Það hafði verið gerð loftárás á Bath, litla
bæinn Gyðingsins í Englandi. Hefndarárás
kölluðu þeir það, Þjóðverjarnir, — og Bath
hafði að mestu verið lögð í rúst. Margt fólk
hafði fallið. Og Gyðingurinn grét. Hann
hafði engar fregnir liaft af sínu skylduliði,
og það var eins víst, það væri allt saman
grafið undir föllnum liúsum, limlest eða
dautt.
Næstu daga hélt hann áfram að koma í
heimsókn, alltaf dapur, — stundum fullur.
Faðir drengsins óttaðist, að hann kynni að
fara sér að voða.
í stríði eru bréf lengi á leiðinni. En þrem
vikum eftir loftárásina birtist Gyðingur-
inn í dyrunum sem oftar, í þetta sinn syngj-
andi og brosti út að eyrum. Þau höfðu öll
sloppið. Grænfeldur frændi hafði smalað
þeim ofan í kjallara, rétt eins og gert var
hér heima, húsið hafði að nokkru fallið, en
þau öll komist lífs af ósködduð. Nú voru
þau komin til ala í Essex og mundu ekki
fara þaðan fyr en stríðinu væri lokið.
Það var eitthvað meira enn gleði, sem
lýsti úr augum Gyðingsins þetta kvöld.
Mamma bar lram súkkulaði og rjóma-
pönnukökur, einnig ananas, epli og appel-
sínúr. Drengurinn neitaði að fara upp á
undan hinu fólkinu. Gyðingurinn tók hann
í fangið, lil<j og gerði að gamni sínu, bar
hann síðan upp gamla holgengna stigann
og háttaði hann, kyssti hann brosandi á
kollinn og fór ofan að nýju. Þegar dreng-
urinn var lagztur á koddann, kom örlítill
bláleitur tunglskinsgeisli inn um giuggann,
léll milli grænna tjaldanna og yfir á rúm
pabba og mömmu. Þau byrjuðu að syngja
niðri í stofunni. Það var lagið um lieimilið
góða. Drengurinn þekkti það, jafnvel þó að
sungið væri á annarlegu máli.
Blái geislinn færði sig frá miðju rúminu