Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1957, Síða 24

Muninn - 01.04.1957, Síða 24
24 MUNINN nei, nei, nei þær verða að lenda fjarri, fjarri. — Hún er að leggja frá sér fötuna og kyssir litla strákinn, sem kemur sílrandi inn í sömu andránni, votur í annan fótinn. — Þær koma nær og nær, en þær geta ekkert þrjár svona litlar, gular og sakleysislegar, þær voru ntilljón við Dunkirk, þessar geta ekki hitt og jafnvel þó að þær komi nærri, geta þær ekkert gert. — Nú sitnr hún við eldhúsborðið og drekkur volga mjólk, hvít- leitir dropar glitra í munnvikjunum, gló- kollurinn drekkur líka og afi hlær. „Nei, ekki þarna á íslandi, þar er ekki barizt, þar er bara sumarfrí." — Þær eru svo nærri, svo nærri, en þær geta ekkert, þær eru bara þrjár, þær geta ekkert, ekkert, ekkert. Þegar þeir skriðu upp úr skurðinum, var skothríðin h]j(iðnuð, deplarnir horfnir bak- við Höttinn og boðaföll sprengjukastsins við skipið löngu skollið á landsteinunum, — fjörðurinn sléttur. Á inneftirleiðinni sáu þeir, að skipið var byrjað að síga og að bátar koniu að landi með þrjá persónu- lausa böggla innanborðs. Þeir voru dregnir upp á bryggjuna og keyrðir í hermanna- spítalann. Einhverjir höfðu særzt. Um kvöldið varpaði tunglið óbreytilegri geislarák sinni yfir fjörðinn endilangann og innum glugga þorpsins. í spegilbrúnni miðri háði skipið dauðastríð sitt, og fölan bjarmann lagði undarlega yfir fjörbrot þess. Þeir sátu á ströndinni, norðanmegin, dreng- urinn og faðir hans, sá síðarnefndi hafði lagt liandlegginn yfir öxl sonarins. Einstaka stjarna virti fyrir sér þögulan leikinn. Þetta kvöld bjó faðirinn yfir örlitlu leyndarmáli. En hann ætlaði að geyma það um stund, geyma það unz iðukastið frá sökkvandi skipinu væri hjaðnað og brota- lömin horfin úr silfurbandi mánans, en brú hans lægi óslitin frá fjöru til hafsauga. Og stundu síðar, þegar enginn gat lengur ímyndað sér, að á firðinum hefði legið skip, sem hófst og hneig í austanátt, en speglað ist á höfði í stillum, sagði liann drengnum, að Gyðingurinn, vinur fjölskyldunnar, mundi ekki koma aftur með ananas, epli, appelsínur og gula bangsa. Heimir. - Gönguför um nótt (Framhald af bls. 16.) Ég beygi fyrir horn, lít upp eftir götunni og sé 1 jós í glugga á hornhúsinu. Það er í herberginu mínu, eitt einmanalegt ljós, sem blikar eins og leiðarstjarna á milli trjánna í görðum sofandi borgara. Mig grípur fagnað- arkennd — eins og þegar áttavilltur farmað- ur sér vitann leiftra — tilfinning, sem sviptir burt efasemdum og treystir vonir. Það er íullvissan, sem rekur brott hinn nagandi kvíða óvissunnar. Næturganga mín er á enda. Ég beygi nú fyrir efra liornið. Klukkan slær á fjórðung, livellt fótatakið berst út á myrkvað strætið. Eg stanza, fótatakið deyr út. Ég sting lyklin- um í skrána, opna, geng inn. Hrökklásinn lokast. Fótatakið kafnar í þykku gólftepp- inu. Þórir Sigurðsson. - Heimsókn á Blundsfund Framhald af bls. 16. sér. Þórarinn er troðinn undir, keflaður og bundinn á höndum og fótum og síðan dreg- inn inn í fundarsalinn. Mig langar ekki til að horfa á það, sem nú á að fara hér fram, til þess er ég of brjóstgóður maður. En alla leiðina út ganginn hljóma neyðaróp Þórar- ins í éyrum mér. J. P. Á.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.