Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Síða 4

Muninn - 01.02.1962, Síða 4
blaðamenn og sjöttubekkingar, og ýmsir góðborgarar. Sjáum við þar, auk lærifeðr- anna, bæjarstjórann, ráðskonuna, prent- smiðjustjórann, þjóðskáldið, amtsbókavörð- inn og fleiri. Við fáum okkur síðan sæti uppi á svöl- um meðal annarra sjöttubekkinga. Áður en leiksýning hefst, er risið úr sætum og skóla- söngurinn sunginn við undirleik Magnúsar Kristinssonar og Jóhannesar Vigfússonar. Síðan liefst fyrsti þáttur leiksins, og við sjá- um inn í íbúð Denise Darvel, skáldkonu í París, sem er aðalpersóna leiksins. Börn hennar þrjú hafa alizt upp í þeirri trú, að mynd ein, er hangir fyrir miðju sviði, sé af föður þeirra sáluga, Charles, en þar eð tvö barnanna eru nú komin í alvarlegar gift- ingarhugleiðingar, ákveður hún að segja þeim sannleikann um faðerni þeirra. Eru feðurnir „einn á nef“, og hver af sínu þjóð- erninu. Er myndinni af Charles þá hið snarasta hent í ruslakompuna. í öðrum þætti birtast feðurnir, og eru þeir vissulega ólíkir. Mesta athygli vekur hinn ástríðufulli, pólski píanóleikari, sem hleypur æpandi fram og aftur um sviðið. Hér kemur til sögunnar nýtt vandamál, þar sem skáldkonan telur sig verða að giftast til að bjarga heiðri fjölskyldunnar gagnvart tengdafólkinu tilvonandi. Hinir þrír heið- ursmenn eru allir mjög áfram um að fá hennar, en lienni er með öllu ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Kemur þá mjög til álita heimilisvinurinn Edward læknir, en hann gefur ekki kost á sér. Eru nú góð ráð dýr, því að tengdafólkið er á leið í heimsókn. Er loks sú leið valin, að veita Cliarles á nýjan leik hina fornu stöðu sína í fjölskyldunni út á við. Hangir hann í leikslok aftur uppi, á meðan móðir tengda- barnanna er að játa það fyrir skáldkonunni, að sín börn séu óskilgetin. Leikurinn er hraður og tilsvör víða fynd- in, en endirinn er nokkuð snubbóttur. ís- lenzka þýðingu gerði Jóna Burgess. Er þýð- ingin vel af hendi leyst, en þá athugasemd má þó gera, að þýða hefði mátt að ósekju meira af frönsku og latnesku orðunum, sem miskunnarlaust er slett í leikritinu. Leikendur eru 12 alls, en hlutverkin mjög misstór. Aðalhlutverkið, skáldkonan Denise Darvel, er í öruggum höndum Jónu 52 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.