Muninn

Volume

Muninn - 01.02.1962, Page 5

Muninn - 01.02.1962, Page 5
„Edward, vertu nú svolitið liðlegur, maður!" Burgess. Einkennist leikur hennar af mik- illi lífsgleði og viðeigandi liraða. Walter, eldri soninn, leikur Sigurður Brynjólfsson, og Martínu, dótturina, leik- ur Ragnlieiður Heiðreksdóttir. Fara þau þokkalega með hlutverkin, sem ekki gefa tilefni til stórbrotins leiks. Yngri soninn, Bruno, leikur Arnar Einarsson. Hann er skemmtilegasta persóna leiksins frá höfund- arins hendi. Arnar nær ágætum tökum á hlutverkinu, og eru tilsvör lians og svip- brigðaleikur mjög athyglisverð og minna á Pétur Einarsson og Jerry Lewis. Má á stundum segja, að liann ,,steli“ sviðinu frá hinum leikendunum. Edward, lækni og heimilisvin, leikur Einar Hafliðason. Höfundur hefur lagt litla rækt við þetta hlutverk, því oft má næstum segja, að hann þvælist fyrir á sviðinu. Leik- ur Einars er góður, en framsögn gæti þó verið betri. Mörtu, ráðskonu, leikur Elín- borg Björnsdóttir, og stendur sig vel. Lifn- ar jafnan yfir áhorfendum, er hún kemur skálmandi inn á sviðið til að fjargviðrast yfir heimilisástandinu. Englendinginn, barnsföður nr. 1, leikur Hreinn Pálsson, og tekst ljómandi vel upp, einkum er framsögnin sérlega skemmtileg. Pólverjinn er leikinn af Sigurjóni H. Ól- afssyni. Hlutverk lians er erfitt, og hann kemst mjög vel frá því. Sýnir hann ágætlega skapofsa Pólverjans, en þess má geta, að framsögnin verður fyrir bragðið stundum ekki sem greinilegust. Frakkinn er leikinn af Baldri Arnasyni, og nær hann vel rósemi og kurteislegri framkomu heimsborgarans. Frú Duchemin leikur Margrét Erlends- dóttir sómasamlega. Börn hennar leika Jó- hanna Jónsdóttir og Guðni Stefánsson, en hlutverk þeirra eru svo lítil, að þau fá ekki tækifæri til að sýna leikhæfileika. í heild er óhætt að segja, að leikendur standi sig mjög vel, og enginn þeirra gerir teljandi afglöp. Ætíð er sá möguleiki fyrir liendi, að einn einstakur leikandi geti fellt heilan leik, en í þessu tilfelli á slíkt svo langt í land, að telja verður leikinn í heild hafa heppnazt með sérstökum ágætum. Stemningin í salnum var líka mjög góð og áhorfendur ósparir á klapp. MUNINN 53

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.