Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Síða 4

Muninn - 01.12.1962, Síða 4
sínu rétt fyrir jólin. Við sveiflumst til og frá í þessari hringiðu og vitum hvorki upp né niður. Þegar að loksins að jóliri koma, grípum við tækifærið fegins hendi og hvíl- um okkur dauðþreytt á öllu sem við keniur þessum helgidögum. Fullorðna fólkið hvíl- ir sig eftir verzlunarferðirnar og allt baslið, skólafólkið reynir að gleyma skólastritinu, ef því hefur þá ekki verið sett fyrir yfir há- tíðirnar, og barnið leikur sér að jólagjöfun- um sínum. Já, vel á minnst, jólagjafirnar. iÞarna komum við að stórum þætti í jólahaldi okk- ar. Enginn þykist maður með mönnum, nerna hann geti gefið sómasamlegar gjafir, en það merkir, að þær kosta dálaglegan skilding. í staðinn fær hann svo Hklega aðrar gjafir, svo eignirnar rýrna vonandi ekki við þetta. En jólagjafirnar eru aðallega ætlaðar börnunum, enda eru jólin hátíð barnanna. Gjafirnar hafa þó sína galla, því barnið er ekki gamalt, þegar það fer að meta jólin eftir þeim gjöfum, sem það fær, og þá er jólaboðskapurinn kominn tölvert iangt í burtu. Ég býst við því, að jrið hafið öll orðið snortin af helgi jólanna, en sennilega eruð jrið hætt að finna til sömu tilfinninganna gagnvart þeim nú, og þið funduð, sem börn. Tíðarandinn hefur breytzt, og okkur finnst jafnvel minnkun að því að hugsa í barns- legri einlægni um uppruna og tilgang hátíð- arinnar. En við getum ekki komizt í snert- ingu við jólin nema í gegnurn barnið í okk- ur, með Jrví að útiloka allt hið áunna og utanaðkomandi og verða við sjálf. í guðspjallinu stendur skrifað: „Hver, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í jrað koma.“ Þessa skul- um við vera minnug, þegar jóladagar fara í hönd, og íliuga um leið, að: pÞessa hátíð gefur okkur Guð, Guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós.“ Kristinn Jóhannesson. fram hina fegurstu tóna úr hörpu manns- sálarinnar. Menn hafa lagt sig fram við að skapa fegurð og kærleika, hvort svo sem grunnurinn var sorg eða gleði. Börnin urðu tákn þessa tíma. Ekki ein- ungis vegna þess að litið var á jólin sem af- mælishátíð Jesúbarnsins, heldur vegna þess að þau voru hinurn fullorðnu lykill að sínu eigin sjálfi. Hin fölskvalausa gleði þeirra, hin djúpa, hreina jólaalvara þeirra, voru dýrmætustu laun gleðjendanna, tærust fyll- ing í lífi þeirra. En hvernig er viðhorf okkar til jólanna í dag? Finnum við til Jressarardjúpu kenndar, sem verið hefur dýrmætust jólagjöf? Sjálf- sagt verða svörin jafn mörg jreim, er svara, en þó er eitt, sem ekki verður fram hjá gengið. Þegar eitthvað er yfirdrifið, tapar jrað upphaflegu gildi sínu. Ef við göngum fram hjá búðargluggum skömmu fyrir jól og virðum fyrir okk- ur jrað, sem fyrir augun ber, fer vart hjá jrví, að okkur verði ljóst, að jiau eru nú sem óðast að taka á sig blæ verzlunarhátíð- ar, og manni flýgur ósjálfrátt í hug, að enn á ný verði breytt um form þeirra. Eins og stefnir í dag, getum við vel hugsað okk- ur, að innan fárra áratuga verði lýsing Lofts Guðmundssonar á aðfangadagskvöldi sum- arjóla, orðin að veruleika um hina gömlu fagnaðarhátíð, er hann segir: „og sjá, þar stóð vagga, silfurkrómuð og steind, og svo mikil, að uppi í henni rúmaðist fullstór fólksbíll af nýjustu gerð; „Sjá. . . . sumar- jólabarnið í vöggu sinni, mælti ráðherrann og hóf raustina. Sjá . . . almenningsguðinn, sem yður er kjörinn til næstu sumarjóla.“ Ef til vill koma barnabörn okkar til með að halda jól sín hátíðleg með líku sniði, en þá verður ekki mikið eftir af hinu aldna einfalda jólahaldi og hreinni trú. Við skulum þó vona, að enn á tuttugustu öldinni geti rnenn fundið til sannrar jóla- gleði, og jólaklukkur hringi mannkyninu frið yf ir vang grimmustu stríða. Sig. H. Guðmundsson. 28 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.