Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Síða 15

Muninn - 01.12.1962, Síða 15
ÞRÁ LÖNG ER NÓTTIN Löng er nóttin á þessum rauðu melum. Upp yfir gráan vegg tímans hefur hvítur fugl morgunsins sig á loft og stefnir á bláa fjallsöxlina, sem rís í fjarska. Þú hefur auglit þitt í spum og þrá og hvíslar í undrun: „Hvers vegna þetta myrkur?“ Og þögnin svarar hljóðlátt og milt: „Vegna morgunsins, sem er í vændum." „Handan við vetur þjáninganna rís dagurinn.“ x Ennþá var óskin gleymda úr öskunni risin. Ennþá var óskin týnda frá auðninni stigin. Allt, sem var, ómur þess liðna, andblærinn hljóði. Ljóð, sem fæðist á flótta til dauðans, firðni bláa. Seiðandi tónn sem töfrar hörpuna, tilfinning þín. Ennþá er óskin gleymda úr öskunni risin. x MUNINN' 39

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.