Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 9

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 9
Hann lá í stólnum með hökuna ofan í bringu og grét. Hendur hans héngu niður með stólnum, grannar og fínlegar. "Drengurinn er með listamannshendur", hafði faðir hans alltaf sagt, hreykinn á svip. En það er svo langt síðan og margt annað hafði verið sagt eftir það. Hann grét. Með stuttu millibili hristist og skalf líkami hans af áköfum ekka. Hann grét lengi. Það var ennþá nótt. Það snjóaði ekki lengur og farið var að kólna. Út úr litla steinhúsinu gekk maöur rólegum en ákveðnum skrefum. Hann var úlpulaus og þegar hann var kominn út á götuna sást að hann var skólaus líka. Hann gekk ýfir götuna, fram gömlu trébryggjuna og stanæmdist ekki fyrr en á brúninni. Hann starði út yfir hafið, starði á allt og ekkert. Hann stóð ennþá í sömu sporum klukkutíma síóar þegar tveir lögregluþjónar komu aó honum. Það var fariö að birta. Þegar þeir áttu eftir nokkra metra að honum, heyrði hann í þeim og sneri sér við. Þeir stoppuðu. Hann brosti þegar hann sá hverjir þetta voru. Svo stökk hann............ Gadus morhua, m. m Afengid & riduveikin Nýlega rakst ég á í einu norðanblaðanna (nánar til- tekið í málgagni Framsóknarmanna, Degi) eina létta grein um þessi brennandi mál, sem að sögn blaösins eru á hvers 'manns vörum (þ.e. flaskan og riðuveikin). VÍst hefur riðuveikin angrað íslenska bóndann lengi og eflaust hefur hún dregið þann dilk á eftir sér að áfengis var neytt meir en til stóð í upphafi íslands byggðar, því þegar hinn sjálfstæði ísl- enski bóndi sá fé sitt vera að hrynja niöur úr riðuveik- inni hefur hann eflaust reikaö inn göngin í örvæntingu og gengið þá beint að brennivínsámunni, sem ævinlega stóð á sín- um gamla stað, rétt neðan við mysutrogið. Fékk hann sér þá tvo til þrjá væna sopa, og annað eins saug hann úr hormott- unni sem var kannski orðin heldur mikil vexti. Þessum sop- um fylgdi tilheyrandi stuna og ekki var langt um liðið þeg- ar bóndinn taldi sig geta gengið til fjárhúss og horft fram- an í sauðpeninginn sinn án þess að hafa það á tilfinningunni að sauðimir horfðu á sig eins og hann væri eitthvað öðru- vísi en þeir sjálfir. Slík voru nú tengslin milli riðuveik- innar og áfengisins í þá daga. 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.