Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 16
Ingvar ok amstel bjórinn áttu þar snarpan fund. Áfengis saltur sjórinn svæfði hann margan blund. Gleraugum tókst að týna og tvennum annarra skóm. Sá ég hans dröfnur dvína og deyja virðingarblóm. Enginn má Adda gleyma öllum þó sé það best. Hugurinn tveggja heima hulið þokunni flest. Engan hér þetta undrar alfrægur villingur reiður í rústir splundrar rúmbrotasnillingur. Ónefndur einn er drengur enginn hans nafnið veit. Eins og gerist og gengur gagnrýninn hina leit. Löngum þó lyga brautir liggja í sporum hans. Þannig er lífið þrautir og þjáning hins dygga manns. Höfundur Njálu. 0 Hottio Akureyrensís f þrjátíu ár hafði hann haft hár á höfðinu og ekkert önnur þrjátíu. SÍðan konan hans hljópst á brott fyrir tutt- ugu árum hafði hann verið eins glaðvær og skemmtilegur og fráskildir menn geta framast verið. NÚ ætlaði hann að gifta sig aftur, blómarós um fertugt sem hafði verið gift þrisvar áður og komið upp vísitölufjölskyldu með hverjum eiginmanni. Hann var ástfanginn, eins ástfanginn og sá einn getur verið sem sér fram á konstantívan bólfélaga eftir langt tímabil alls konar fylliríisfrumhlaupa með vafasömum gleðidrósum er hann kynntist í Sjálfstæðishúsinu við og við. *> 16

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.