Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 10
En margt hefur breyst síðan þá. Kindurnar voru skornar
en maðurinn látinn óáreittur með sitt vín. Enda er nú svo
komið málum í dag, að einungis einstaka kind er riðuveik á
íslandi, og þær fáu sem voga sér slíkt eru óðara skornar.
Áfengisþamb mannskepnunnar hefur hins vegar aukist jafnt og
þétt og ekki virðist neitt lát vera þar á. Fjöldi hæla og
félaga ýmiss konar er stofnaður fyrir þetta vansæla fólk,
sem tekið hefur þessa riðuveiki mannsins. Hefði hins vegar
verið haldið fast um taumana í upphafi og bóndinn verið
skorinn um leið og skepnan, hefðum við ekkert áfengisvanda-
mál nú í dag. Og kenning mín er sú að enn megi höndla vand-
ann á þann hátt að jarða þann forna fjanda er ber nafnið
Bakkus, og það verður aðeins gert með því að skera niður
hina sjúku, því enn eru ekki til lyf sem lækna áfengissýk-
ina. Hugsið ykkur bara þann sparnað fyrir ríkið og þar með
þjóðfélagið allt ef þessi kenning yrði að veruleika. í
stað þess að halda uppi öllum þessum stofnunum fyrir riðu-
veikt fólk mætti koma þar upp nýtískulegum iðnaði sem fram-
leiddi ráðherrastóla í ýmsum stærðum og gerðum. Hugsið ykkur
líka hversu mikil bót það væri þeirri ríkisstjóm er hryndi
þessu hugarfóstri mínu í framkvæmd, því þá gæti hún selt sitt
uppsprengda áfengi án þess að þurfa að eyða qróðanum jafn-
harðan í viðhald og rekstur Bakkusardýrkenda og gæti farið svo
að rekstur ÁTVR stæðist í fjárlögum. Náttúruleqa myndi lítið
sem ekkert seljast i ríkinu en það yrði ekki gert lýðnum heyrin-
kunnugt fyrr en kosningar væru um garð gengnar.
En í kútnum við miðstöðina er gerjunin ör og þá ólgu verð-
um við að stöðva nú þegar. Það verður aðeins framkvæmt á einn
vegj stöðva verður nú þegar gersölu og útbreiðslu gers á ís-
landi allt frá gerbakstri til germyndar. Þá og ekki fyrr en
þá munu sláturhnífar íslendinga og hverfisteinar loks fá þann
frið er þeir hafa svo lengi þráð og munu hljóta sinn sess á
minjasöfnum landsins.
Sameinumst því öll gegn riðuveikinni og áfengisbölinu og
megi þessi orð skáldsins víðkunna verða okkur að "grænu ljósi"
í baráttunni.
Verði rollan riðuveik
rekkar kútinn finna.
Það hefur illan eftirleik
sem á nú skulum vinna.
Ég þakka þexm sem hlýddu
Á. F. Engiss.
10