Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 11

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 11
Ævítitýri á ufanför Þar sem ritstjóri hins víðlesna og fræga fjölmiðils hefur þvingað mig til að rita hinn allra heilagasta sann- leika um ferð okkar ö.bekkinga til Hellas, sé ég mér ekki annað fært en að hamra saman, undir miskunnsömu augliti vors herra, hið ómerkilega greinarkom er hér birtist. ÞÓ minnið virðist hafa verió með versta móti dagana 19. sept til 3. okt. hef ég bætt úr því og aflað mér allra mögulegra upp- lýsinga í gegnum dáleiðslu, ljósmyndir og með framburði sannsögulla drengja. Hefst nú sagan þar sem frá var horfið. Fölleit morgunskíman hló að rútubifreiðinni sem hlykkj- aðist suður Keflavíkurveginn. Klukkan var 06.00. menn voru almennt slæptir, syfjaðir eða sofandi. Allir hlökkuðu til fararinnar sem þegar var hafin en létu það mismunandi í ljós. Eftir vopnaleit og öryggisumstang uppi á velli geystist pup- ullinn í fríhöfnina, þá áttu allir nógan pening. Ekki skal tíundaður allur sá glervarningur sem keyptist, enda slíkt efni i heila bók. En víkjum nú sögunni til Aþenu. Árni Jóns sem sopið hafði ótæpilega á tollfrjálsum miðinum stökk þegar frá borði og filmaói hina djörfu norrænu víkinga höggva strandhögg í landi hinnar árrisulu menningar. í flughöfninni var hitinn slíkur og röðin löng að fólkið sett- ist hart móti hörðu á grískan marmara og beið. Það var ekki fyrr en Siggi Böggu fór að syngja að eitthvað fór að ganga. Aðkoman á hótel Oasis ^ar vægast sagt aðdáunarverð, mold- argólf af óþrifnaði og ekkert sem minnti á neinn mannlegan mekanisma nema eldavélin. Féll þá margur á kné og formælti Ingimari Eydal kröftuglega en hann heyrði ekkert fyrir flug- vélagný. Fyrsta kvöldið tóku menn því almennt rólega, fóru létt á discó og snemma að sofa. Á 113 rikti þó glaumur og gleði fram eftir nóttu. (í upphafi skyldi endinn skoða). Miðvikudaginn 20/9|Þáðum við að sjálfsögðu hið rausnarlega boð Sunnu Travel um skemmtikvöld í Aþenu. Var farið á sound & light show á Akrópolis og síðan á veitingahús. Þar sem margur var orðinn fullur setti enginn fyrir sig 7500 kr. góðgerðagjald sem innheimtist við innganginn. Kvöldið fór hið besta fram, að vísu reyndust 2 af 4 náttúrufræðingum skólans nokkuð skeptískir á lífræni hins gríska hvítvíns. Stóðu þeir i þrotlausum tilraunum allt kvöldið. 11

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.