Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 4
EINRÆÐA SKAPARA Eg er málari og mála. Ég er trúr köllun minni og vil vera öðrum listamönnum góð fyrirmynd, jafnframt því sem verk min verða kveikjan að bestu hugmyndum þeirra. Ég er ötull málari og afkastamikill. Samt fer ég ekki troðn- ar slóðir en þverbrýt reglur listarinnar. Að vísu hræri ég liti, set upp trönur og stranga og spýti í lófana. En ánægja mín felst ekki í því að festa á blað sveiflur hughrifa minna, skyndimyndir augnabliksins. Þær eru alveg eins vel geymdar í fylgsnum sjálfs mín þar sem ég get gengið að þeim vísum. Ég vil ekki gera mynd af hlut sem ég horfi alltaf á, hlut sem þegar er til. Sköpunargleði mín fær aðeins útrás í því óvænta, i því óræða. Þess vegna tek ég málninguna og helli henni niður á hvítan strigann, helli litum alheimsins í tilviljunarkenndum hlutföllum niður áþessalitlu spegilmynd hans. í stað þess að taka völdin af litunum, í stað þess að þrengja boðum minum og vonum upp á samspil litanna þá gef ég þeim lausan tauminn. Ég horfi á þá renna yfir léreftið í lækjum og dropum, setj- ast til og mynda torræð mynstur, margbreytilegri en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér. Veröldinni hefur bæst nýr raunveruleiki fyrir tilstuðlan mína og oftast get ég með velþóknun dáðst að því sköpunarverki sem ég hef kallað fram án vissu um afleiðingarnar, vitandi að þrátt fyrir uppruna sinn í heimi tilviljunarinnar er hið nýja verk mitt fóstur, hluti af mér. Seinna get ég lagfært og fullkomnað, bætt við eða skafið burtu hér og hvar uns ýtrustu kröfum er fullnægt og stoltið yfir því framkvæmda tekur við af óvissunni yfir því sem enn er í mótun. Þannig eru vinnubrögð min, ég tendra bál sem ég aðeins að litlu leyti get tamið. Sjóndeildarhringur minn víkkar, einbeitingin skerpist. Oftast tekst það. En örsjaldan taka formin á sig öfgafullar kynjamyndir, myndir sem varpa óhugnanlegri birtu um salarkynni mxn. Það er sama hve miklu ég bæti við af litum - myndin spill ist því meira uns ósamræmi hennar og viðbjóður þenja taugar min ar, uns sálarró minni er hætt í taumlausri hringiðu, hamförum æpandi mótsagna verksins. 4

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.