Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 20

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 20
HUGSUN Dauðinn og lífið mættust og gengu suður með strönd að fátækra sjómanna kofa þau horfðu um sægróin lönd. Þau sáu báta sem börðust mót girðingu brimsins við lönd. Dauðinn rétti út hendi. Þá brustu í bát einum bönd. Hann brotnaði og lagðist saman og hentist að klettóttri strönd. Mennirnir allir dóu. Þar brotnuðu fjölskyldubönd. Þá rétti lífið út hendi báturinn braut brimsins bönd. Hann rann upp 1 sandgróna fjöru og lagðist á hvíta strönd. Mennirnir lifa og deyja oft skera i sundur sin bönd. Þeir virðast vilja í dauðann og ráðast á iðjagræn lönd. Þvi ekki að lifa og elska og treysta mannanna bönd. Því alltaf að drepa og eyða aðstoða dauðans hönd. Ef hjálpum lífinu að blómstra og brosa um iðjagræn lönd þá verður gaman að lifa og hamingjan treystir öll bönd. Skafti Helgason 3-B 20

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.